Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 95
95
HUGO CHÁVEZ – HINN STERKI MAÐUR
krafist þess að nú yrði skorið niður í ríkisútgjöldum. Stefna í anda nýfrjáls-
hyggju sem leidd var af forseta landsins, Carlos Andrés Pérez, með tilheyr-
andi einkavæðingu, gerði lítið annað en að auka á vandann. Atvinnuleysi
náði nýjum og óþekktum hæðum auk þess sem kjör almennings versnuðu
til muna. Vaxandi ólga og óánægja í samfélaginu varð til þess að fjölmenn
götumótmæli urðu æ tíðari.
Sama dag og Chávez gerði hina mislukkuðu byltingartilraun mátti sjá
hann koma fram í sjónvarpi og biðja fylgismenn sína að leggja niður vopn-
in, byltingin hefði endað jafnskjótt og hún hófst:3
Í fyrstu vil ég bjóða fólkinu í Venesúela góðan dag, en þessi
bólivarísku skilaboð eru sérstaklega ætluð hugrökkum her-
mönnum fallhlífaherdeildar Aragua og skriðdrekaherdeildar
Valenciu. Félagar: að svo stöddu hafa markmiðin sem við
settum okkur því miður ekki náðst í höfuðborginni. Það er að
segja, okkur hér í Caracas tókst ekki að ná völdum. Þið stóð-
uð ykkur vel, en nú er tími til endurmats, nýir möguleikar
munu opnast og landið verður að þróast í átt til betri fram-
tíðar.
Hlustið því á orð mín, hlustið á foringjann Chávez, sem
sendir ykkur þessi skilaboð, og fyrir alla muni, endurmetið
stöðuna og leggið niður vopn ykkar, því í sannleika sagt eru
áætlanir þær sem við höfum sett okkur ekki innan seilingar að
svo stöddu. Félagar: hlustið á þessi skilaboð samstöðunnar.
Ég er þakklátur fyrir hollustu ykkar, hugrekki og óeigingjarnt
starf; og ég mun, frammi fyrir þjóðinni og frammi fyrir ykkur,
taka ábyrgð á þessari bólivarísku hernaðarlegu uppreisn.
Þakka ykkur fyrir.
Sjónvarpsávarp Chávez bar líklega engan vott af því ávarpi sem hann hafði
ætlað sér að flytja þetta kvöld. Hann gat ekki sagt þjóðinni að nýfrjáls-
hyggjan heyrði sögunni til og að spilltir stjórnmálamenn yrðu sóttir til
saka. Enn síður gat hann lofað fólkinu að þingið yrði leyst upp og gengið
yrði til kosninga að nýju.
Ávarp Chávez var einungis um ein mínúta en átti engu að síður eftir að
breyta lífi hans og allra íbúa Venesúela. Það sem heillaði áhorfendur þegar
3 Ræðu Hugo Chávez á spænsku má t.d. sjá á www.analitica.com/bitblio/hchavez/4f.
asp.