Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 98
98
STEfÁn ÁSGEIR GuðmundSSon
Fijo-samkomulagið.8 Flokkarnir þrír voru: Unión Republicana Democrática
(URD), Comité de Organización Política Electoral Independiente (COPEI) og
Acción Democrática (AD).9 Skemmst er frá því að segja að áhrif URD dvín-
uðu fljótlega eftir að samkomulagið tók gildi, en eftir stóðu COPEI og
AD. COPEI var flokkur sem hæglega mætti setja hægra megin við miðju
stjórnmálanna, enda var hann fulltrúi hinnar gömlu yfirstéttar. AD var
hins vegar vinstra megin við miðju og sótti fylgi sitt aðallega til alþýðu og
vaxandi millistéttar. Þess ber að geta að AD var stærsti flokkurinn í
Venesúela, með mesta fylgið.
Sá sem öðrum fremur átti frumkvæðið að Punto Fijo-samkomulaginu
var Rómulo Betancourt, stofnandi og leiðtogi AD. Hann var ennfremur
kjörinn forseti í kjölfar samkomulagsins árið 1959 og sat í embætti til árs-
ins 1963. Ungur hafði hann verið hallur undir hugmyndafræði kommún-
ismans en sannfærðist síðar um að sá boðskapur ætti lítið sem ekkert erindi
við þróun mála í Venesúela eða Rómönsku Ameríku yfirleitt. Hann snerist
til öflugrar þjóðernishyggju og þeirrar staðföstu trúar að lýðræðið yrði að
festast í sessi í Venesúela. Hann var óþreytandi í baráttu sinni við að sann-
færa Bandaríkin um að hagsmunum þeirra væri best borgið þar sem lýð-
ræðisstjórnir væru við völd. Ein ræðisherrar myndu alltaf kalla yfir sig
óstöðugleika og jafnvel skæruliðauppreisnir, og væri auðséð að slíkt væri
engum í hag. Betancourt sá enga kosti við það að ganga til liðs við
Sovétríkin, en vissi engu að síður að lönd Rómönsku Ameríku gætu aldrei
staðið fyrir utan kalda stríðið. Þau yrðu annaðhvort að skipa sér í lið með
Bandaríkjunum eða vera þeim andsnúin.
Þrátt fyrir skýra afstöðu sína til samskipta Venesúela og Bandaríkjanna
þótti ýmsum hægriöflum heima fyrir Betancourt ekki ganga nógu hart
fram og úthrópuðu hann sem kommúnista. Róttækir vinstrimenn höfðu
einnig horn í síðu hans og sökuðu hann um að ganga erinda Bandaríkjanna.
Þeim fannst hann hafa svikið málstað vinstrimanna með Punto Fijo-sam-
komulaginu, ekki síst vegna þess að hann hafði beitt sér gegn því að
kommúnistaflokkur Venesúela ætti aðild að samkomulaginu. Þótti sumum
sem hið nýja lýðræðiskerfi sem væri verið að koma á fót væri eingöngu
8 Gerð er góð grein fyrir þessu samkomulagi í Terry Lynn Karl, „Petroleum and
Political Pacts: The Transition to Democracy in Venezuela“, Transitions from
Authoritarian Rule. Latin America, ritstj. Guillermo O’Donnel, Philippe C.
Schmitter og Laurence Whitehead, Baltimore: The Johns Hopkins University
Press, 1986, bls. 196–221.
9 Sama rit.