Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 99

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 99
99 HUGO CHÁVEZ – HINN STERKI MAÐUR ætlað ákveðnum hópum. Betancourt bannaði ekki starfsemi kommúnista- flokksins en varði afstöðu sína með þeim rökum að stefna þess flokks til- heyrði ekki framtíð Venesúela og að aðstæður kalda stríðsins leyfðu ekki samstarf við flokkinn. Slíkt samstarf myndi stofna samkomulaginu í hættu. Þetta var auðséð ef litið var aftur til ársins 1954 þegar Bandaríkjamenn studdu herforingjauppreisn í Guatemala gegn Jacobo Arbenz forseta eftir að hann tók upp samstarf við kommúnistaflokkinn þar í landi. Þar sýndu Bandaríkjamenn að þeir hikuðu ekki við að beita áhrifum sínum og þrýst- ingi ef því var að skipta til að vernda bandarísk stórfyrirtæki sem áttu hags- muna að gæta.10 Það sem gerðist í „bakgarði“ Bandaríkjanna hlaut að koma þeim við, í það minnsta töldu þeir að svo væri. Þetta vissi Betancourt manna best og vildi forðast að gera sömu mistökin og Arbenz.11 Hömlurnar sem Betancourt setti lýðræðinu í Venesúela ollu kommún- istum og róttækari armi AD miklum vonbrigðum. Yngri kynslóðin innan AD gagnrýndi stefnu Betancourt og urðu mótmælin til þess að flokkurinn klofnaði árið 1960.12 Þessi hópur róttækra vinstrimanna kallaði sig Movi- miento de Izquierda Revolucionaria (MIR) eða Vinstrihreyfingu byltingar- sinna. Hann vildi fylgja nýrri kynslóð ungra og skeggjaðra manna frá Kúbu sem höfðu undir stjórn leiðtoga síns, Fidels Castro, hrakið einræð- isherrann Fulgencio Batista frá völdum í upphafi árs 1959. Áherslur Castros voru aðrar en Betancourt, þar sem Castro vildi umbylta samfé- laginu á Kúbu á áþreifanlegri hátt. Honum var umhugað um að brjóta niður nýlenduhagkerfið og skipta stórjörðum (sp. latifundio) upp og færa smá bændum. Honum virtist hins vegar standa á sama um viðbrögð Banda- ríkjanna en hinn miðaldra og lífsreyndi Betancourt taldi á hinn bóginn að vissast væri að vinna innan kerfisins og leggja traust á að Bandaríkin breyttu utanríkisstefnu sinni gagnvart Rómönsku Ameríku. Sú stefna sem Castro tók upp, bæði í innan- og utanríkismálum, átti því litla samleið með stefnu Betancourt í Venesúela. 10 Atburðarás átaka í Guatemala árið 1954 er t.d. rakin í Stephen Schlesinger og Stephen Kinzer, Bitter Fruit. The Untold Story of the American Coup in Guatemala, New York: Anchor Books, 1990. Sjá einnig Richard M. Immerman, The C.I.A. in Guatemala. The Foreign Policy of Intervention, Austin: University of Texas Press, 1982. 11 Lönd sem liggja að Karíbahafi eru venjulega talin til „bakgarðs“ Bandaríkjanna. 12 Gerð er góð grein fyrir þessum klofningi í Ruperto Retana Ramírez, „De la crítica de las armas a las armas de la crítica: La insurrección en Venezuela“, Insurrección y Democracia en el Circuncaribe, ritstj. Ignacio Sosa, México: Universidad Nacional Autónoma de México, 1997, bls. 105–118.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.