Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 111
111
Peter Hallward
Núllstilling á Haítí
Um þessar mundir [þ.e. í maí 2004], þegar ráðgjafar Bush Bandaríkjaforseta
velta vöngum yfir afleiðingum stjórnarskipta í Írak sem taka á sig æ alvar-
legri mynd, getur forsetinn sótt einhverja huggun í aðgerðirnar á Haítí
sem tókust öllu betur og er nú nýlokið.1 Þar hefur hvorki þurft að grípa til
fyrirbyggjandi aðgerða né þola botnlaust karp heima fyrir eða sundurlynda
bandamenn; andmæli frá Bandalagi Karíbahafsríkja (CARICOM) og
Afríkubandalaginu fela ekki í sér minnstu hættu á því að kné fylgi kviði.
Þegar Bandaríkjastjórn kollvarpaði ríkisstjórn Jean-Bertrands Aristide,
sem komst til valda með lögmætum hætti, fylgdi hún forskriftum um víð-
tækt samráð svo óaðfinnanlega að vart verður um bætt. Rætt var við
bandamenn og falast eftir blessun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem
fékkst um hæl. Þannig fengu Chávez, Castro og aðrir andstæðingar í álf-
unni ótvíræð skilaboð. Samt sem áður var það ekki Sámur frændi, með
sinn vanabundna yfirgang, sem varð fyrstur til að kalla eftir alþjóðlegri
íhlutun í innri málefni Haítí, heldur Frakkland.
Í París ríkti líka mikil ánægja með hversu vel það fór saman í þessu til-
felli að gegna mannúðlegri skyldu siðmenntaðrar þjóðar og mæta þörfinni
fyrir að blíðka Bandaríkjamenn (án þess að tapa andlitinu) eftir óþægðina í
Íraksmálum árið 2003. Enda þótt Bandaríkjamenn óttuðust þessa „Líberíu
í bakgarðinum“ – eins og Haítí var nefnt í skýrslu óháðrar nefndar
Villepins, forsætisráðherra Frakklands – hikuðu þeir við að grípa til að-
1 Ég stend í mikilli þakkarskuld við Paul Farmer, Brian Concannon, Randall White,
Charles Arthur, Dominique Esser, Richard Watts og Cécile Winter fyrir liðsinni
við ýmsa þætti þessarar greinar.
Ritið 1/2009, bls. 111–140