Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 113
113
gamalkunn. Yfir hinn almenna neytanda hefðbundinna fréttaskýringa hellt-
ust endurteknar ásakanir um spillingu, bitlingapólitík, fíkniefnasölu,
mann réttindabrot, alræðistilhneigingar o.s.frv., og látið að því liggja að
það sem hér væri í húfi væri allsendis óskylt langvinnri baráttu milli hins
fátæka meirihluta og örsmárrar forréttindastéttar. Þvert á móti væri um
ekkert annað að ræða en hóflausa ringulreið þar sem báðir aðilar ættu jafna
sök. Franskir fjölmiðlar gengu einna lengst í því að draga upp hroðalega
mynd af „afrískri“ vesöld og hindurvitnum sem væru öðrum frönskum
umráðasvæðum í Karíbahafinu víti til varnaðar en héldu því jafnframt fram
að í þessu fælist ný og ögrandi prófraun fyrir alþjóðasamfélagið í „út-
breiðslu siðmenningarinnar“. Að sögn aðalhöfundar skýrslu rannsóknar-
nefndar Villepins um tengsl Frakklands og Haítí mætti Frakkland – vegna
fortíðar sinnar sem nýlendu- og þrælaveldi – ekki „snúa baki við“ vandan-
um. Tvö hundruð ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingar Haítí bauð upp á
tækifæri til að sættast við fortíðina á yfirvegaðan hátt, og þannig gæti
Frakkland „varpað af sér byrðinni sem þrældómur leggur á drottnarana“
og mótað í staðinn tengsl af nýjum toga.6
Á þennan hátt varð baráttan um Haítí að hversdagslegu dæmi um þá lít-
ilmótlegu spillingu og illu meðferð fjöldans sem sagt er að einkenni líf
almennings handan þeirrar rammgerðu girðingar sem umlykur vestræn
lýðræðisríki – í stað þess að vera dæmi um pólitíska baráttu, átök um megin-
reglur og forgangsatriði. Í stað þess að endalok valdatíðar Aristides séu
skoðuð sem birtingarmynd djúpstæðra andstæðna milli stétta eða kerfis-
bundins arðráns eru þau iðulega sýnd sem enn ein stoðin undir þá fullyrð-
ingu sem ef til vill hefur öðrum fremur einkennt vestræn viðhorf til eyjar-
innar: að fátækt svart fólk sé, enn sem fyrr, ófært um að stjórna sér sjálft.
Keðjan slitin
Kerfislæga orsök hinnar gríðarlegu fátæktar á Haítí má rekja beint til
þrælahalds og eftirkasta þess. Með Ryswick-sáttmálanum frá 1697 voru
völd Frakka staðfest á vestasta þriðjungi eyjarinnar Hispaníólu, sem Spán-
verjar réðu að öðru leyti, og fékk þetta franska yfirráðasvæði nafnið Saint-
Domingue. Á 18. öld óx nýlendunni ásmegin og varð sú gjöfulasta í heimi;
upp úr 1780 varð hún drottnurum sínum meiri féþúfa en allar þrettán
nýlendur Breta í Norður-Ameríku samanlagðar. Engin ein tekjulind lagði
jafn ríkan skerf til vaxandi ríkidæmis franskra kaupmanna af borgarastétt,
6 Debray, Rapport, bls. 6, 9.
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ