Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 117
117
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ
Árið 1985 var hann kominn aftur til Haítí og tekinn til við að predika.
Um þessar mundir var andúð alþýðunnar á spilltri stjórn Baby Docs óðum
að þróast yfir í bylgju fjöldamótmæla. Páskapredikun Aristides – „Leið
þeirra Haítíbúa sem hafna stjórninni er leið réttsýni og kærleika“ – var
tekin upp á segulbönd í ríkum mæli og leikin um allt land. Slagorð hans
„Va-t-en Satan!“ („Vík burt, Satan!“) varð að vígorði fjöldahreyfingarinnar
og í febrúar 1986 flæmdi hún Baby Doc í útlegð til Frakklands, aðeins
nokkrum vikum áður en Marcos á Filippseyjum lét undan samskonar
þrýstingi og hraktist úr landi. Blóðugar aðferðir herforingjaklíkunnar sem
tók við, undir stjórn Namphys hershöfðingja, nægðu ekki til að stemma
stigu við flóði – lavalas á kreólsku – pólitískra hópa, verkalýðsfélaga,
fjöldahreyfinga, bandalaga smábænda og hópa safnaða úr „litlum kirkjum“
(ti legliz á kreólsku). Aristide var þegar hér var komið sögu orðinn fastráð-
inn predikari við kirkju heilags Jeans Bosco í útjaðri fátækrahverfisins La
Saline í Port-au-Prince. Kosningum sem fyrirhugaðar voru í nóvember
1987 var aflýst á kjördag af hálfu hersins sem tókst þó að myrða tugi kjós-
enda sem biðu þess að greiða atkvæði. Í september 1988 réðust makútar
inn í troðfulla kirkju Aristides, drápu safnaðarmeðlimi og lögðu bygg-
inguna í rúst; stuðningsmönnum Aristides tókst með naumindum að forða
honum í öruggt skjól. Í mótmælaöldunni sem á eftir fylgdi risu óbreyttir
hermenn upp gegn yfirmönnum sínum og ráku Namphy frá völdum – en
herinn sá sér leik á borði, undir stjórn Avrils hershöfðingja, og náði völd-
um að nýju og kom leiðtogum „litlu hermannanna“ (ti soldats) á bak við lás
og slá. Haustið 1989 urðu frekari fjöldaverkföll og fjöldafundir gegn stjórn
Avrils með tilheyrandi blóðugum gagnaðgerðum og endurnýjuðum mót-
mælum. Í mars 1990 hraktist hann einnig frá völdum.
Fyrsti sigur Lavalas-hreyfingarinnar
Í desember 1990 bauð Aristide sig fram til forseta í umboði Front National
pour le Changement et la Démocratie (FNCD), losaralegs bandalags al-
þýðuhreyfinga sem sett var á stofn til að taka þátt í fyrstu frjálsu kosning-
unum á Haítí. Aristide vann óvæntan yfirburðasigur í fyrstu umferð kosn-
inganna og hlaut 67% atkvæða (eftirlætisframbjóðandi Bandaríkjamanna,
Alþjóðabankahagfræðingurinn Marc Bazin sem gegnt hafði ráðherraemb-
ætti í stjórn Duvaliers, fékk aðeins 14%). Forréttindastéttin beið ekki boð-
anna og tók strax að reyna að velta Aristide úr sessi. Fyrsta valdaráns-