Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 121
121
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ
létta framleiðslu og færibandaiðnað. Það varð mörgum bandarískum fyrir-
tækjum og verktökum hvati til að ráða fólk – um 60.000 manns – til starfa
í þessum iðngreinum undir lok áttunda áratugarins að í landinu voru lægstu
laun í gjörvöllum heimshlutanum, að því viðbættu að starfsemi verkalýðs-
félaga var aðeins leyfð í orði kveðnu. Allt fram á miðjan tíunda áratuginn
greiddu fyrirtæki á borð við Kmart og Walt Disney Haítíbúum 11 sent á
klukkustund fyrir að sauma náttföt og stuttermaboli.17 Fyrirtækin njóta
undanþága frá sköttum í allt að 15 ár, er frjálst að flytja allan hagnað úr
landi og þurfa aðeins að leggja í lágmarksfjárfestingar vegna tækjabúnaðar
og grunnvirkja.18 Þegar kom fram á árið 1999 voru Haítíbúar sem þó voru
svo lánsamir að starfa við léttframleiðslu- og færibandaiðnað í landinu á
launum sem námu minna en 20% af því sem þau voru 1981. Engu að síður
fór það svo að mörg umræddra fyrirtækja sáu meiri arðránsmöguleika í
löndum eins og Kína og Bangladesh og fluttu sig því þangað, og um þús-
aldarmótin voru aðeins um 20.000 manns við störf í þrælakistunum í Port-
au-Prince. Áætlað raungildi vergrar þjóðarframleiðslu á mann árin 1999–
2000 var „umtalsvert lægra“ en 1990.19
Ekki verður þó sagt að umbótunum hafi verið hrint í framkvæmd af
þeim ákafa sem einkenndi „þriðju leiðina“. Þvert á móti gagnrýndu alþjóð-
legar fjármálastofnanir Lavalas-ríkisstjórnina iðulega fyrir „þróttleysi“:
„Stefnumál sem alþjóðlegar lánastofnanir hafa gert kröfu um hafa í mesta
lagi notið takmarkaðs stuðnings yfirvalda, og í versta lagi verið hafnað
með ofsa af almenningi.“20 Þegar Lavalas hafði verið rekið út í horn greip
hreyfingin til þess sem James Scott kallar, eins og frægt er orðið, „vopn
hinna veiku“: vífilengjur í bland við undanbrögð og mótþróa. Þessi aðferð
reyndist að hluta árangursrík þegar verjast þurfti einu helsta höggi kerfis-
breytingarinnar, þ.e. einkavæðingu þeirra fáu opinberu eigna sem eftir
voru í landinu. Í því efni dró Lavalas lappirnar af góðri ástæðu. Þegar
sykurverksmiðja ríkisins var einkavædd 1987, svo dæmi sé tekið, var kaup-
andinn tiltekin fjölskylda sem beið ekki boðanna og lokaði verksmiðjunni,
sagði starfsfólkinu upp og tók til við að flytja inn ódýrari sykur frá Banda-
ríkjunum í þeim tilgangi að selja hann á verði sem gróf undan heimamark-
17 National Labor Committee, The US in Haiti: How to Get Rich on 11 Cents an Hour,
New York 1996, og National Labor Committee, Why is Disney Lying?, New York
2004; sjá einnig Ray Laforest í Haïti Progrès, 13. ágúst 1997.
18 Charles Arthur, Haiti in Focus, London 2002, bls. 51.
19 Economist Intelligence Unit, Haiti: Country Profile 2003, bls. 24, 19.
20 Economist Intelligence Unit, Profile, bls. 17.