Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 122
122
aðnum. Í eina tíð var Haítí það land í heiminum sem hafði mest upp úr
útflutningi á sykri, en árið 1995 var svo komið að landið flutti inn 25.000
tonn af bandarískum sykri og flestir smábændur höfðu ekki lengur ráð á að
kaupa hann.21 Á hinn bóginn leysti Aristide forsætisráðherra sinn frá störf-
um í september 1995 fyrir að undirbúa sölu á ríkisreknum hveiti- og sem-
entsverksmiðjum án þess að halda fast í þá skilmála sem AGS hafði lofað
að standa við og til framfara horfðu – að gefa millistéttinni og brottfluttum
borgurum kost á að taka þátt í útboðinu og sjá til þess að hluti söluverðsins
rynni til baráttu gegn ólæsi, menntunar og skaðabóta til fórnarlamba
valdaránsins 1991. Að vísu gat Aristide einungis seinkað ferlinu um tvö ár.
Árið 1997 var hveitiverksmiðjan seld fyrir aðeins 9 milljónir dollara, en á
þeim tíma skilaði hún um 25 milljón dollara hagnaði á ári.22
Ríkisstjórn Lavalas lét hins vegar aldrei undan þrýstingi frá Banda-
ríkjunum hvað varðar einkavæðingu opinberra veitukerfa. Á sama tímabili
stóð stjórnin fyrir því, við afar kröpp kjör, að stofnaðir voru fleiri skólar en
á undanförnum 190 árum samanlögðum. Hún lét prenta bæklinga til
lestrar kennslu í milljónum eintaka og kom á fót lestrarmiðstöðvum í
hundraðatali sem sáu rúmlega 300.000 manns fyrir kennslu; milli 1990 og
2002 féll hlutfall ólæsra íbúa úr 61% niður í 48%. Með aðstoð frá Kúbu
var nýr læknaskóli byggður og útbreiðsla HIV-veirunnar – arfleifð frá
kynlífsferðamennsku áttunda og níunda áratugarins – var stöðvuð samfara
því að opnaðar voru læknastofur og hrint af stað þjálfunarnámskeiðum í
mikilli herferð gegn alnæmi meðal almennings. Mikilvæg skref voru tekin
í þá átt að takmarka barnaþrælkun sem er útbreidd í landinu. Ríkisstjórn
Aristides hækkaði skatta á forréttindahópa og árið 2003 lýsti hún því yfir
að lágmarkslaunin, sem voru hraksmánarlega lág, yrðu tvöfölduð.23
Andstaðan gegn Aristide
Stefna ríkisstjórnarinnar skapaði henni óvini bæði til hægri og vinstri. Eins
og búast mátti við varð Aristide fyrir árásum frá þeim sem boðuðu ein-
dregnari fylgispekt við Bandaríkin og AGS, til dæmis frá tveimur (afar
óvinsælum) forsætisráðherrum, Smarck Michel (1994–95) og Rosny
21 Lisa McGowan, Democracy Undermined, Economic Justice Denied: Structural Ad just-
ment and the Aid Juggernaut in Haiti, Washington DC 1997.
22 Aristide, Eyes of the Heart, bls. 31, 15.
23 Yfirlit um afrek stjórnarinnar má einkum finna í bæklingi Haiti Action Committee
frá 2003, Hidden from the Headlines: The us War Against Haiti.
PETER HallwaRd