Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 123
123
Smarth (1996–97), auk annarra meðlima OPL. Það eitt að Lavalas sæti í
ríkisstjórn skaut stórum hluta forréttindastéttarinnar skelk í bringu allt frá
upphafi. Eða, svo vitnað sé í Robert Fatton: „Meðal forréttindastéttarinn-
ar á Haítí var hatrið á Aristide hreint og beint gríðarlegt, eins konar þrá-
hyggja“.24 Eftir að Lavalas tók við völdum greindu margir „nýtt sjálfstraust
meðal hinna snauðu á Haítí“.25 Í fyrsta sinn í manna minnum bar svo við
að eignaskiptingin virtist ekki óhagganleg, eins og ráða mátti af því að
land- og hústökur gengu mótþróalaust fyrir sig. Enda þótt Aristide hafi í
reynd haft tilhneigingu til að starfa með ráðamönnum í viðskiptalífi og
erlendum lánardrottnum virtist hann tilbúinn til að herða tök ríkisstjórn-
arinnar á samfélaginu með duldum hótunum um ofbeldisaðgerðir almúg-
ans gegn „þjófum úr borgarastétt“.26 „Ofsahræðsla greip um sig meðal
valdastéttarinnar“, segir Fatton. „Henni bauð við þeirri tilhugsun að búa í
næsta nágrenni við lýðinn (la populace) og tók að vígbúast gegn Lavalas“.27
Afgirtum borgarhverfum fjölgaði stórlega og öryggisiðnaðurinn varð ein
arðbærasta atvinnugrein landsins. Forréttindastéttir Vesturlanda, sem
töldu sig standa andspænis svipaðri ógn bæði heima fyrir og erlendis,
fundu til samúðar með stéttasystkinum sínum á Haítí og í þeirri staðreynd
er fólgin meginskýringin á því orðspori sem farið hefur af ríkisstjórn
Lavalas á alþjóðavísu.
Jafnframt fór tortryggni gagnvart „lýðskrumi“ Aristides vaxandi og
margir þeirra erlendu eða brottfluttu menntamanna sem áður studdu hann
– René Depestre, James Morrell, Christophe Wargny – sneru við honum
baki.28 Meiru skipti þó að ýmsar helstu hreyfingar smábænda á Haítí, þar
á meðal Movman Peyizan Papay (MPP), Tèt Kole Ti Peyizan og KOZE-
PEP, auk hins smáa en herskáa hóps Batay Ouvriye, sökuðu Fanmi Lavalas
um undanlátssemi við kerfisbreytingarstefnuna og um að hafa snúist gegn
fólkinu (þ.e. orðið „anti-populaire“). Clément François, liðsmaður Tèt
24 Hér vitnað eftir Marty Logan, „Class Hatred and the Hijacking of Aristide“, Inter
Press Service News Agency, 16. mars 2004.
25 David Nicholls, From Dessalines to Duvalier: Race, Colour, and National Independence
in Haiti, New Brunswick 1996.
26 Um það hvernig Aristide blandaði á fyrstu valdaárum sínum saman málskrúði í
anda byltingarsinna og aðgerðum að hætti góðrar stjórnsýslu, sjá Mark Danner,
„The Fall of the Prophet“, New York Review of Books, 2. desember 1993, og Alex
Dupuy, Haiti in the New World Order: The Limits of the Democratic Revolution,
Boulder 1997, bls. 128–9.
27 Robert Fatton, Haiti’s Predatory Republic: The Unending Transition to Democracy,
Boulder 1997, bls. 86–7.
28 Tracy Kidder, „Trials of Haiti“, The Nation, 27. október 2003.
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ