Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 129
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ
129
samræmi við kjörið til fulltrúadeildarinnar sem fór fram á sama tíma og
enginn amaðist við, og við skoðanakönnun á vegum Gallup sem Bandaríkin
létu gera í október 2000. Í nóvember 2000 var Aristide svo kjörinn forseti
með 92% atkvæða í kosningum þar sem áætluð kjörsókn var um 50% ef
marka má þá fáu erlendu eftirlitsmenn sem eftir voru í landinu (en að vísu
taldi stjórnarandstaðan kjörsóknina hafa verið mun minni).
Aðstoðin kæfð
Ríkisstjórn Clintons brást hart við, henti athugasemd OAS um talningu
atkvæða í öldungadeildarkjörinu á lofti og beitti henni sem skálkaskjóli
fyrir að leggja á landið gríðarlega þungbært bann við erlendri aðstoð – en
slíkum viðbrögðum við samviskuspurningum um framkvæmd lýðræðisins
er erfitt að koma heim og saman við stuðning Bandaríkjastjórnar við al-
ræði Duvalierfeðga og herforingjaklíkanna sem á eftir fylgdu. Bandaríkja-
stjórn tók fyrir stuðning sinn við stjórn Haítí og í apríl 2001 komu
Bandaríkin í veg fyrir að Haítí fengi 145 milljón dollara lán frá Þró un ar-
banka Ameríkuríkja sem gengið hafði verið frá, að viðbættum 470 millj-
ónum dollara sem áætlað hafði verið að veita næstu árin þar á eftir. Árið
1995 þáði ríkisstjórn Haítí nærri 600 milljónir dollara í aðstoð erlendis frá.
Árið 2003 voru heildarfjárlög ríkisins komin niður í aðeins 300 milljónir
dollara – minna en 40 dollara á ári á hvern íbúa landsins, sem telja 8 millj-
ónir – og frá þeirri upphæð dragast þær 60 milljónir dollara sem greiddar
eru árlega af skuld landsins (45% skuldarinnar er arfleifð frá valdatíma
Duvalierfeðga).43 Viðbrögð AGS og annarra alþjóðlegra lánardrottna voru
á þá leið að neyða Haítí til að skera enn frekar niður á fjárlögum og borga
enn hærri upphæðir í dráttarvexti.
Fáar ríkisstjórnir standast fjárhagslegt áhlaup af þessari stærðargráðu.
Heildarafleiðing aðgerðanna var sú að hagkerfi landsins, sem þegar var í
rúst, var fært í kaf. Verg þjóðarframleiðsla Haítí féll úr 4 milljörðum doll-
ara árið 1999 niður í 2,9 milljarða dollara árið 2003. Útflutningur á banda-
rískum vörum til Haítí hefur aukist verulega á síðustu árum en bróðurpart-
ur Haítíbúa dregur engu að síður fram lífið við hungurmörkin með engan
aðgang að vatni eða lyfjum; meðaltekjur eru rétt rúmlega dollari á dag og
atvinnuleysi er jafnan um 70%. Árið 2001 var Aristide orðinn gjaldþrota í
fleiri en einum skilningi og lét undan hér um bil öllum kröfum andstæð-
43 Anne Street, Haïti: A Nation in Crisis, samantekt á vegum Catholic Institute for
International Relations, London 2004, bls. 4.