Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 130
130
PETER HallwaRd
inga sinna: hann skipaði þeim sem unnið höfðu hin umdeildu öldunga-
deildarsæti að segja af sér, féllst á að nokkrir fyrrum stuðningsmenn
Duvaliers tækju sæti í ríkisstjórn sinni, samþykkti að skipa nýja bráða-
birgðakjörstjórn sem væri hliðhollari stjórnarandstöðunni og bauðst til að
halda kosningar til löggjafarþingsins nokkrum árum fyrr en ætlað var. En
Bandaríkin sátu við sinn keip og neituðu að aflétta banninu við erlendri
aðstoð.
Næsta forgangsverkefni herferðar CD var að draga upp þá mynd af FL
að flokkurinn væri gegnsýrður af alræðistilhneigingum og spillingu.
Augljóst er að eitthvað var til í þessum ásökunum. Umferð með fíkniefni
– Haítí hefur lengi verið viðkomustaður kókaínsmyglara frá Kólumbíu á
leið norður – hefur aukist frá 1990. Rétt eins og í öðrum blásnauðum
löndum er bitlingapólitík útbreidd, þó að hún nái að vísu ekki sömu
hæðum og sú „sjóræningjastarfsemi með velþóknun yfirvalda“ sem ein-
kenndi samfélagið áður en Lavalas komst til valda.44 Meira munar þó um
þá hefð fyrir ofbeldisverkum sem skapast hefur á Haítí og á rætur í
nýlendutímanum og alræðisstjórnarfari Duvaliers, Namphys og Cédras –
og hefur skilið eftir sig djúp sár. Aristide sjálfur hefur orðið fyrir nokkrum
morðtilraunum. Sú blóði drifna árás sem gerð var á Lavalas á fyrsta útlegð-
arskeiði Aristides varð ýmsum hópum stuðningsmanna FL, svo sem
Jeunesse Pouvoir Populaire og Petite Communauté de L’Église de Saint
Jean Bosco, tilefni til að taka upp hálfgildings hernaðaraðferðir í sjálfsvörn
gegn uppgjafarhermönnum sem höfðu verið leystir undan herþjónustu
árið 1995 en ekki afvopnaðir. Sjálfskipuð löggæslugengi sem tengjast
Lavalas bera vafalaust ábyrgð á hluta þeirra ofbeldisverka sem drýgð hafa
verið á síðustu árum. Gagnrýnendur FL hafa ekki beðið boðanna með að
líkja þessum gengjum við Tonton Macoutes-flokka Duvaliers.45
Séu málin skoðuð í samhengi kemur hins vegar í ljós að pólitísk ofbeld-
isverk voru mun fátíðari í stjórnartíð Lavalas en fyrri valdhafa. Skýrslur
Amnesty International um árin 2000–2003 telja lögregluna og stuðnings-
menn FL hafa drepið 20 til 30 manns á þessu tímabili – en sú tala bliknar í
samanburði við þá 5.000 sem herforingjastjórnin og stuðningsmenn henn-
ar drápu á árunum 1991–94, hvað þá þau 50.000 dráp sem alræðisstjórnir
44 Janice Stromsem og Joseph Trincellito, „Building the Haitian National Police“,
Haiti Papers 6, Washington, apríl 2003.
45 Jean-Claude Jean og Marc Maesschalck, Transition politique en Haïti: radiographe
du pouvoir Lavalas, París 1999, bls. 104–111.