Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 133
133
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ
Bandaríkjastjórnar við „uppreisnarmennina“ hefur afstaða Bandaríkja-
manna verið lýðum ljós frá þeirri stundu er Aristide hraktist frá völdum.
Haustið 2003 hlutu skæruliðarnir sem herjuðu á Haítí frá nágranna-
landinu (undir stjórn Louis Jodels Chamblain og Guy Philippe) liðsstyrk
frá nýrri uppreisn innan Haítí sem Jean Tatoune fór fyrir. Þrátt fyrir náin
tengsl sín við Bandaríkin og dóminn sem hann hlaut fyrir þátttöku sína í
Raboteau-blóðbaðinu 1994 tókst Tatoune að snúa „Mannætuhernum“,
glæpagengi í Gonaïves, gegn Lavalas eftir að hafa varpað fram þeirri ólík-
legu staðhæfingu, sem þó hlaut mikla útbreiðslu, að Aristide hefði staðið
að baki morðinu á fyrrum leiðtoga gengisins, Amiot Métayer, í september
2003 en sá hafði lengi staðið í eldlínunni sem aðgerðasinni hliðhollur
Lavalas – og var jafnframt svarinn óvinur Tatounes.
Endurgreiðslu krafist
Í apríl 2003 freistaði Aristide, sem átti við brýnan lausafjárskort að etja,
þess að fylkja samlöndum sínum að baki sér með því að krefjast þess að
Frakkland greiddi til baka, á 200 ára afmæli sjálfstæðis Haítí, þær 90 millj-
ónir franka sem Haítí var neytt til að greiða milli 1825 og 1947 í skaðabæt-
ur vegna eignamissis í nýlendunni. Hann reiknaði með hóflegri ávöxtun
upp á 5% í árlega vexti og fékk þannig út að fjárhæðin væri 21 milljarður
Bandaríkjadala á núvirði. Eins og Michael Dash hefur bent á, „hlaut þessi
krafa Aristides mikinn stuðning bæði innan Haítí og utan“, einkum í
Afríku og Rómönsku Ameríku.49 Ólíkt mörgum þeirra bótakrafna vegna
þrælahalds sem nú eru uppi vísar krafa Haítíbúa til tiltekinnar og skjal-
festrar fjárhæðar í beinhörðum peningum sem nýlenduveldið herjaði út.
Franska ríkisstjórnin lýsti strax fyrirlitningu sinni á kröfunni en þó kom
hún greinilega við kaunin á henni og ekki leið á löngu uns Chirac greip til
hótana: „Áður en kröfur af þessum toga eru lagðar fram“, sagði hann í
varnaðartón sumarið 2003, „get ég ekki nógsamlega brýnt fyrir yfirvöldum
á Haítí nauðsyn þess að huga afar vel að – hvað skal segja – eðli aðgerða
þeirra og stjórnarfarsins“.50
Sendinefnd utanríkisráðuneytisins franska, sem hafði að markmiði að
útbúa „heimspekilega“ vörn fyrir afstöðu Frakka, komst skilvíslega að
49 Tilvitnun eftir Dionne Jackson Miller, „Aristide’s Call for Reparations from
France Unlikely to Die“, Inter Press Service News Agency, 12. mars 2004.
50 Miami Herald, 18. desember 2003; Heather Williams, „A Coup for the Entente
Cordiale! Why France Joined the US in Haiti“, Counterpunch, 16. febrúar 2004.