Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 136
PETER HallwaRd
136
líkhúsið undanfarinn mánuð“.58 Meðan fylgismenn Aristides voru strá-
felldir um landið þvert og endilangt framfylgdi bandaríska strandgæslan
tilskipun Bush um að hafna fyrirfram öllum umsóknum Haítíbúa um hæli
– og fylgdi þannig hefðbundinni aðferð Bandaríkjamanna (sem er beinlín-
is í trássi við alþjóðalög).
Í samþykkt Öryggisráðsins 29. febrúar 2004, sem veitti innrásarliði
Frakka og Bandaríkjanna umboð til að starfa sem fjölþjóðlegt bráðabirgða-
herlið SÞ, fólst að friðargæslulið á vegum SÞ ætti að fylgja í kjölfarið
þremur mánuðum síðar. Í mars sendi Kofi Annan sérstakan ráðgjafa sinn,
John Reginald Dumas, ásamt Hocine Medili til að kynna sér aðstæður af
eigin raun. Útkoman úr þeirri ferð, „Skýrsla aðalritarans um Haítí“, sem
kom út í apríl, slær öll met hvað þokukenndan skrauthvarfastíl SÞ áhrærir.
„Það er óheppilegt að á tvöhundruðasta afmælisári sínu hafi Haítí þurft að
kalla alþjóðasamfélagið til aðstoðar að nýju til að sigrast á alvarlegum
vanda í stjórnmálum og öryggismálum“, skrifaði Annan. Rósamáli er beitt
til að fara í kringum þau atvik sem leiddu til þess að hinn kjörni forseti var
settur af og aðalritarinn lætur sér nægja að benda á að: „Snemma dags 29.
febrúar fór hr. Aristide úr landi.“ Um þann atburð að ríkisstjórnin sem
kjörin var með stjórnarskrárbundnum hætti var velt úr sessi var sá dómur
felldur að hann opnaði Haítíbúum möguleikann á „friðsamlegri og lýð-
ræðislegri framtíð þar sem eignarhaldið er í höndum þeirra sjálfra“.59
Að vísu átti þessi framtíð ekki að verða að veruleika alveg strax. Annan
benti á að enda þótt allir stjórnmálaflokkar landsins, þar á meðal Fanmi
Lavalas og Convergence Démocratique, vonuðust eftir kosningum í land-
inu fyrir árslok 2004, „væru meðlimir í borgaralegu samfélagi og alþjóða-
samfélaginu þeirrar skoðunar að meiri tíma þyrfti til“. Þar að auki ætti
lýðræðið – í fyllingu tímans – að vaxa upp úr grasrótinni, enda hefðu
„stjórn mál á Haítí í of ríkum mæli miðast við forsetakosningar sem snúast
öðru fremur um persónur og ýta undir æsingarkennt málskrúð og draga
þannig athygli almennings frá úrlausnarefnum í nánasta umhverfi þeirra“.
Þann 29. apríl samþykkti Öryggisráðið samhljóða að senda þann 1. júní
8.300 manna friðargæslulið til Haítí undir stjórn Brasilíu (þar sem Lula var
orðinn forseti), í því skyni að „styrkja lýðræðislega stjórnarhætti“ og, vita-
skuld, til að „efla haítísku þjóðina“. Meðal þeirra fyrirmyndarríkja sem sjá
af hermönnum til að efla lýðræðið á Haítí eru Nepal, Angóla, Benín og
58 Paisley Dods, „Cap-Haïtien scene“, Associated Press, 23. mars 2004.
59 Öryggisráð SÞ, „Report of the Secretary-General on Haiti“, 16. apríl 2004, bls.
31, 3.