Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 138

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 138
PETER HallwaRd 138 aðferð, sem ekki beindist einvörðungu að því að halda fjöldahreyfingunni niðri heldur einnig að því að varpa rýrð á hana og valda henni sem mestum skaða, fólst í efnahagsaðgerðum sem ætlað var að auka enn á örbirgð fjöldans og beita jafnframt gamaldags kúgunaraðferðum og áróðri hersins til að fullvissa menn um að hverskyns andstaða við hagsmuni forréttinda- stéttarinnar væri ólýðræðisleg spilling. Þessi aðgerð hefur skilað óvenju- góðum árangri – svo góðum að árið 2004 naut hún óblandins stuðnings fjölmiðla, SÞ og „alþjóðasamfélagsins“ almennt er hún náði því fram að ríkisstjórn sem kjörin var með lögmætum hætti, og leiðtoga hennar sem ætíð hafði notið yfirgnæfandi stuðnings þjóðarinnar, var velt úr sessi. Full ástæða er til að gera ráð fyrir því að á því ári sem nú er að líða verði aðgerðasinnar á vegum FL drepnir í hundraðatali. Þar með mun einnig slökkna á neista vonarinnar um að byggja upp einhvers konar opna fjölda- hreyfingu, að minnsta kosti í tíð þeirrar kynslóðar sem nú er uppi. Forvígismönnum Lavalas var ábótavant að ýmsu leyti, og margt má læra af ósigri hreyfingarinnar. En Lavalas var eina hreyfingin á undanfarinni hálfri öld sem tókst að fylkja haítísku þjóðinni og gera félagslega og póli- tíska atlögu til lausnar úr þeim óbærilegu aðstæðum sem þjóðin er í, og hreyfingunni var bolað frá völdum fyrir sameiginlega viðleitni þeirra sem óttuðust þessa fjöldafylkingu og stóðu af augljósum ástæðum gegn henni. Sú staðreynd að innan raða Lavalas er einnig tekist á af mikilli biturð staf- ar öðru fremur af því að flokkurinn var eina stóra fjöldahreyfingin sem leyfði sér að gagnrýna gríðarlega misskiptingu valda, áhrifa og auðs sem ætíð hefur klofið þjóðfélagið á Haítí. Það að Lavalas tókst ekki að fá miklu áorkað gegn mismununinni segir ef til vill minna um veikleika hreyfing- arinnar en það hversu römm misskiptingin er um þessar mundir. 1. maí 2004 Björn Þorsteinsson þýddi Eftirmáli þýðanda Eins og glöggt má ráða af greininni á undanförnum blaðsíðum er Haítí um margt sérstætt land: nýlenda í sérflokki sem varð fyrir því (ó)láni að þrælarnir sem byggðu landið tóku atburðina sem áttu sér stað meðal herraþjóðarinnar um og upp úr 1790 einum of bókstaflega – og risu upp gegn drottnurum sínum, ráku þá að endingu af höndum sér og stofnuðu sjálfstætt ríki árið 1804. Eins og rakið er í greininni var hugsjón þrælanna um eigið ríki þó að mörgu leyti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.