Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 139

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 139
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ 139 andvana fædd – stórveldin gömlu sáu til þess. En frelsunarhugsjónin lifir enn meðal íbúanna á Haítí og hefur jafnan reynst fulltrúum hinna ráðandi og auð- ugu stétta, og öðrum leppum fornra og nýrra nýlenduvelda, óþægur ljár í þúfu. Rétt er að greina lítillega frá höfundi greinarinnar. Peter Hallward er pró- fessor í heimspeki við háskólann í Middlesex á Englandi. Hann hefur öðru fremur helgað sig rannsóknum á eftirhreytum nýlendustefnunnar og franskri heimspeki síðustu áratuga. Hallward sótti Ísland heim í júní 2009 á vegum Nýhils og hélt erindi sem var liður í fyrirlestraröðinni „Endurkoma róttækni- nnar“, en þar ræddi hann um mikilvægi pólitísks vilja fyrir áhrifaríka þjóð- félagsbaráttu. Útgefnar bækur hans eru fjórar: Absolutely Post colonial: Writing Between the Singular and the Specific (Manchester: Man chester University Press, 2001), Out of this World: Deleuze and the Philosophy of Creation (London: Verso, 2006), Badiou: A Subject to Truth (Minneapolis: University of Minnesota Press, 2003) og Damming the Flood: Haiti, Ari stide, and the Politics of Containment (London: Verso, 2007). Síðastnefnda bókin fjallar um örlög Haítí í sögu og samtíð. Grein Hallwards er dagsett 1. maí 2004 og ber nokkur merki ritunartíma síns og tilefnisins, sem var 200 ára afmæli sjálfstæðis Haítí. Hallward rekur m.a. allítarlega þá atburði sem áttu sér stað í landinu fyrstu mánuði ársins 2004, þegar Aristide forseta var bolað frá völdum öðru sinni og við tók ný stjórn í skjóli Bandaríkjanna, Frakklands og Sameinuðu þjóðanna. Ástæða er til að fræða lesendur um það sem gerst hefur á Haítí frá því að grein Hallwards var skrifuð. Skemmst er frá því að segja að Aristide er enn í útlegð og dvelur í Suður-Afríku. Neyðin í landinu hefur engan veginn minnkað og með reglu- legu millibili eru haldnar fjölmennar mótmælasamkomur þar sem þess er kraf- ist að Aristide fái að snúa aftur. Oftar en ekki lýkur samkomum þessum með blóðugum átökum milli lögreglunnar og fjöldans. Friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna er enn til staðar í landinu en nokkur dæmi um átök frið- argæsluliða við íbúa landsins, sem jafnvel hafa endað með blóðsúthellingum, ásamt endurteknum fréttum af því að friðargæsluliðar misnoti íbúana (þ.m.t. börn) kynferðislega, hafa að vonum skapað ólgu meðal innfæddra. Í tvö ár eftir brottrekstur Aristides ríkti hálfgildings alræðisstjórn í landinu í skjóli stórveldanna og Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að 8.000 manns hafi verið drepnir í tíð þessarar bráðabirgðastjórnar og 35.000 konum nauðgað.62 Í febrúar 2006 voru loks haldnar forsetakosningar og eftir nokkrar deilur og fjöldamótmæli var René Préval, sem tók við embætti af Aristide 1996, lýstur sigurvegari og situr hann enn á forsetastóli. Préval hefur í forsetatíð sinni lagt 62 Sjá http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2007/02/12/talid_ad_8_000_haitibuar_ hafi_verid_myrtir_i_tid_br/.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.