Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 139
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ
139
andvana fædd – stórveldin gömlu sáu til þess. En frelsunarhugsjónin lifir enn
meðal íbúanna á Haítí og hefur jafnan reynst fulltrúum hinna ráðandi og auð-
ugu stétta, og öðrum leppum fornra og nýrra nýlenduvelda, óþægur ljár í
þúfu.
Rétt er að greina lítillega frá höfundi greinarinnar. Peter Hallward er pró-
fessor í heimspeki við háskólann í Middlesex á Englandi. Hann hefur öðru
fremur helgað sig rannsóknum á eftirhreytum nýlendustefnunnar og franskri
heimspeki síðustu áratuga. Hallward sótti Ísland heim í júní 2009 á vegum
Nýhils og hélt erindi sem var liður í fyrirlestraröðinni „Endurkoma róttækni-
nnar“, en þar ræddi hann um mikilvægi pólitísks vilja fyrir áhrifaríka þjóð-
félagsbaráttu. Útgefnar bækur hans eru fjórar: Absolutely Post colonial: Writing
Between the Singular and the Specific (Manchester: Man chester University Press,
2001), Out of this World: Deleuze and the Philosophy of Creation (London: Verso,
2006), Badiou: A Subject to Truth (Minneapolis: University of Minnesota Press,
2003) og Damming the Flood: Haiti, Ari stide, and the Politics of Containment
(London: Verso, 2007). Síðastnefnda bókin fjallar um örlög Haítí í sögu og
samtíð.
Grein Hallwards er dagsett 1. maí 2004 og ber nokkur merki ritunartíma
síns og tilefnisins, sem var 200 ára afmæli sjálfstæðis Haítí. Hallward rekur
m.a. allítarlega þá atburði sem áttu sér stað í landinu fyrstu mánuði ársins
2004, þegar Aristide forseta var bolað frá völdum öðru sinni og við tók ný
stjórn í skjóli Bandaríkjanna, Frakklands og Sameinuðu þjóðanna. Ástæða er
til að fræða lesendur um það sem gerst hefur á Haítí frá því að grein Hallwards
var skrifuð. Skemmst er frá því að segja að Aristide er enn í útlegð og dvelur í
Suður-Afríku. Neyðin í landinu hefur engan veginn minnkað og með reglu-
legu millibili eru haldnar fjölmennar mótmælasamkomur þar sem þess er kraf-
ist að Aristide fái að snúa aftur. Oftar en ekki lýkur samkomum þessum með
blóðugum átökum milli lögreglunnar og fjöldans. Friðargæslulið á vegum
Sameinuðu þjóðanna er enn til staðar í landinu en nokkur dæmi um átök frið-
argæsluliða við íbúa landsins, sem jafnvel hafa endað með blóðsúthellingum,
ásamt endurteknum fréttum af því að friðargæsluliðar misnoti íbúana (þ.m.t.
börn) kynferðislega, hafa að vonum skapað ólgu meðal innfæddra.
Í tvö ár eftir brottrekstur Aristides ríkti hálfgildings alræðisstjórn í landinu
í skjóli stórveldanna og Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að 8.000 manns hafi
verið drepnir í tíð þessarar bráðabirgðastjórnar og 35.000 konum nauðgað.62 Í
febrúar 2006 voru loks haldnar forsetakosningar og eftir nokkrar deilur og
fjöldamótmæli var René Préval, sem tók við embætti af Aristide 1996, lýstur
sigurvegari og situr hann enn á forsetastóli. Préval hefur í forsetatíð sinni lagt
62 Sjá http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2007/02/12/talid_ad_8_000_haitibuar_
hafi_verid_myrtir_i_tid_br/.