Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 140
PETER HallwaRd
140
sig fram um að bæta samskiptin við Bandaríkin en hefur einnig hallað sér að
undanvillingunum í Rómönsku Ameríku, t.d. Kúbu Fidels Castro, Venesúela
Hugos Chavez og Bólivíu Evos Morales.
Í apríl 2008 bárust fregnir (meira að segja til skersins í norðri) af óeirðum
á Haítí sem að þessu sinni stöfuðu af mikilli hækkun á matvælaverði. Hækkanir
þessar má til dæmis rekja til aukinnar áherslu þróaðra ríkja á framleiðslu líf-
ræns eldsneytis, sem leiddi til minna framboðs á matvælum. Síðar á árinu
gengu þrír fellibyljir yfir landið, hver á fætur öðrum, og má heita að neyð
íbúanna hafi í lok árs verið meiri en nokkru sinni. Til marks um það má nefna
að drullukökur – „kexkökur“ gerðar úr leir en ekki korni – eru markaðsvara í
landinu,63 enda hafa ekki allir til hnífs og skeiðar í bókstaflegri merkingu í
þessu fátækasta ríki í Norður- og Suður-Ameríku. Samkvæmt nýlegum tölum
búa 54% landsmanna við sára örbirgð og 40% heimila hafa ekki ráð á „mann-
sæmandi“ fæðu.64
Í apríl og maí 2009 voru haldnar kosningar til öldungadeildarinnar. Flokki
Aristides, Fanmi Lavalas, var bannað að bjóða fram og hvatti hann fólk því til
að sitja heima. Mikill þorri Haítíbúa varð við þessari ósk og kjörsókn var með
allra minnsta móti. Í maí var Bill Clinton skipaður sérlegur sendifulltrúi
Sameinuðu þjóðanna á Haítí og er honum ætlað að leggja sitt af mörkum til að
bæta ástandið í landinu, sem hann kveður standa hjarta sínu nærri. Þann 9. júlí
bárust svo fregnir af því að ákveðið hefði verið að fella niður skuld landsins við
erlenda lánardrottna á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann og
Bandaríkjastjórn.65 Ef til vill er því ástæða til að ætla að framtíð hinna þjáðu
íbúa landsins sé ögn bjartari – en ekki er þó víst að þeim verði aftur leyft að
stjórna sér sjálfir.
Björn Þorsteinsson
63 Sjá http://english.aljazeera.net/programmes/peopleandpower/2008/11/
20081129134637883211.html.
64 Sjá http://us.oneworld.net/article/365154-haiti-secures-billion-dollar-debt-can-
cellation.
65 Sama heimild.