Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 141
141
luis Humberto Crosthwaite
Röðin
Handa Johnny B. Lloro
and this long line of cars
is all because of you
CAKE
Ég er í röð, í röðinni, ég er í röðinni, til að fara úr landi. Það er ósköp
venjulegt, já, daglegt brauð. Á vinstri hönd, fjölskylda í nissanskutbíl, til
hægri, Kani með sólgleraugu í mitsubishisportbíl. Í baksýnisspeglinum sé
ég stelpu í volkswagen. Á undan mér, toyota. Við erum að fara úr landi,
ósköp venjulegt, já, daglegt brauð.
Bara að bílalestin hreyfðist en henni liggur ekkert á. Ekki einu sinni
þótt hitinn gangi inn að beini og svitinn brjótist út. Hitinn er eins og feitur
ættingi, væminn og ósvífinn.
Hvað er liðinn langur tími? Einhver, það er óljóst hvar, vogar sér að
flauta en stutt og feimnislega, eins og afleiðingarnar gætu reynst skelfileg-
ar. Stelpan, Kaninn, fjölskyldan, öll lítum við um öxl til að staðsetja hljóð-
ið. Í kring eru fordbílar, plymouthskutbílar, chevrolettrukkar.
Röðin stendur í stað
Einhverjir fara út úr bílunum og líta í átt að hliðinu. Landslagið gufar upp.
Hver heldur eiginlega aftur af okkur? Þarna fram undan er ekkert svar,
aðeins hitinn, þessi kæfandi hiti.
Tíminn líður. Hann skilur okkur eftir úti á rúmsjó, skipreika, gleymd.
Fjölskyldan í nissaninum er sú fyrsta sem sýnir merki örvæntingar. Í bíln-
um er lítil stúlka, hún grætur linnulaust. Systkini hennar og foreldrar reyna
Ritið 1/2009, bls. 141–146