Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 142
luIS HumbERTo CRoSTHwaITE
142
að hugga hana. Kaninn kveikir á útvarpinu og þenur græjurnar í botn.
Stelpan rennir upp gluggarúðunni. Hún svitnar, já, svitinn lekur af henni
því að volkswagen er sjaldnast með loftkælingu.
Skyndilega, ökumönnum og farþegum til mikillar undrunar, mjakast
röð Kanans um nokkra sentimetra. Það vekur okkur, við verðum glöð og
fyllumst von. Hliðið virðist ekki lengur eins fjarlægt, það er næstum eins
og maður gæti rétt fram handlegginn og snert það.
Hún stendur í stað
Næst hleypur örvæntingin í toyotuna fyrir framan mig. Hún reynir að
komast úr röðinni og troða sér inn í röð Kanans. Þetta er óðs manns æði
og reitir hina til reiði. Ég stíg á bensínið til að koma mér áfram, svo þétt
upp að næsta bíl að hann getur ekki bakkað. Kaninn sýnir enga miskunn
og hindrar aðganginn. Toyotan verður að eyju. Það er kona við stýrið.
Hún virðist ekkert skilja, veit ekki sitt rjúkandi ráð. Reynir að fara til baka,
en getur það ekki. Röðin okkar heldur sínu striki. Ég er ekki alveg viss, en
mér finnst konan eiga þetta skilið, hún reyndi að yfirgefa röðina, en ég er
ekki alveg viss, hún allt að því sveik okkur og á skilið refsingu, ég er samt
ekki viss.
Við hreyfumst. Konan verður eftir í miðju hafinu. Hún þrábiður alla
ökumennina en allt kemur fyrir ekki.
Núna er kominn ram pickup fyrir framan mig, hár, á risadekkjum. Við
stýrið maður með kúrekahatt. Fyrir aftan, stelpan að greiða sér og lagar
málninguna sem er farin að renna til. Andlit mitt er svitastokkið. Tónlist
Kanans, þrálát og ærandi.
Röðin stendur í stað
Ég er að reyna að muna hvers vegna ég er hér, á leið úr landi. Aftur flautað
í fjarska. Ég sé út undan mér að nokkrar raðir eru farnar að hreyfast. Litla
stúlkan grætur enn, óhuggandi. Fjölskyldan lætur sem ekkert sé.
Í fyrstu var það sölufólkið. Ég er að reyna að muna. Það gekk meðfram
bílunum og bauð tímarit og dagblöð. Fyrst bauð það okkur teppi og gifs-
styttur. Fyrst, já, það var fyrst. Nú erum við ein. Ég sé bíla, bíla og aftur
bíla í alls kyns litum með þök sem glampa í sólinni.