Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 143
RÖÐIN
143
Maðurinn með hattinn stígur út úr risavöxnum pickupnum og gengur
í áttina að hliðinu. Hvað gerist nú ef röðin hreyfist áfram og annar bíll
treðst inn í hana? Hvað er maðurinn að vilja? Er hann genginn af göfl-
unum? Stelpan virðist áhyggjufull, hrædd. Svipurinn kallar á hjálp, hún
er að biðja mig um hjálp. Mig langar að stíga á bensínið, stíga það í botn,
binda enda á þessa löngu bið. Ég sting höfðinu út um gluggann en kem
ekki auga á manninn. Hvar er hann? Skyndilega fyllist ég hugrekki, þen
flautuna drjúga stund, svo aftur og aftur. Hljóðið rennur saman við hit-
ann, það rennur saman við hinar raðirnar, við hina bílana, hina bílstjórana.
Maðurinn kemur aftur að pickupnum og ég er viss um að hann hatar mig.
Litla stúlkan hættir að gráta
þegar mamman slær hana utan undir
Sérðu hendurnar á mér? Þær eru blautar, þær renna til á stýrinu. Tónlistin
hjá Kananum heyrist ekki lengur, hún er horfin, hún er þarna fram undan,
einhvers staðar þarna fram undan. Maðurinn með hattinn fyrir framan
mig er fyrstur til að uppgötva að röðin okkar er ekki alvöru röð, að hún
nær ekki upp að hliðinu; hún er ekki annað en grein sem er að reyna að
afvegaleiða hinar raðirnar. Maðurinn biður um að fara fram úr, hann tekur
af sér hattinn og biður elskulega. Stelpan gerir það líka. Heigulsháttur
þeirra veldur mér vonbrigðum. Ég sem átti von á samstöðu, að þau myndu
fara niður með bátnum, að við héldum saman fram á síðustu stund. Þessir
asnar. Stelpan brosir falskt framan í alla bílstjórana. Mér býður við hegðun
hennar. Fjölskyldan týnist þarna fram undan, einhvers staðar fram undan,
þarna einhvers staðar. Maðurinn með kúrekahattinn nennir ekki lengur
að vera elskulegur og ryðst miskunnarlaust áfram. Pickupinn lendir utan
í skítbretti hjá Kana. Þetta var lítið högg, en kröftugt. Það skapast ringul-
reið. Spenna fyllir loftið. Loks heillar bros stelpunnar einn bílstjórann. Ég
sé þau í baksýnisspeglinum, þau eru andstyggileg. Hverju lofa þau með
augnaráðinu? Asnar. Bílstjórinn hleypir henni inn í röðina, en hann grun-
aði ekki að ég væri að fylgjast með, að mæla þau út, leggja saman tvo og
tvo. Nákvæm hreyfing með stýrinu og ég næ stað stelpunnar í hinni röð-
inni. Hún reynir að fylgja á eftir. Aðdáandi hennar heldur áfram og hleypir
henni ekki fram úr. Það var ekki pláss nema fyrir einn. Því miður, asninn
þinn. Svo fleiri bílar, fleiri, enn fleiri. Hún er fokill út í mig, ég veit það.
Heldurðu að mér sé ekki sama? Kaninn tekst á við manninn með hatt-