Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 144
luIS HumbERTo CRoSTHwaITE
144
inn. Þeir hreyta hvor í annan orðum sem stinga, stuða og meiða. Ég sé þá
dragast aftur úr; gott á þá. Á undan mér er eldri kona í benz. Fyrir aftan
akfeitur maður í litlum renault.
Hún stendur í stað
Hver er í hliðinu? Ég sé fyrir mér vörðinn í bláum einkennisbúningnum,
hvernig hann ákveður hver er dyggðugur, hver er skaðlegur, hver fær að
fara yfir í landið, hver þarf að fara til baka. Ég get ekki enn séð hann, samt
sem áður verður návistar hans vart í hitanum, þessum kæfandi hita.
Þrjár raðir eru til vinstri, konur að slást, þær rífa í hár hvor annarrar, slá
hvor aðra. Fólkið hlær og hvetur þær. Barn geltir út úr bílglugga annarrar
þeirra. Það geltir eins og það sé brjálað, eins og barn, eins og hundur, það
geltir. Þetta er fyndið, mjög fyndið, og ég hætti ekki að svitna á hönd-
unum. Hendurnar á mér verða að vatni. Ég get séð hvernig þær bráðna,
línurnar hverfa, neglurnar detta af. Þá skil ég að án þeirra er ég óskrifað
blað, er hvorki lifandi né dauður, hef ekkert haldreipi, aðeins þessa röð,
löngunina til að komast að landamærunum, fara yfir þau, skilja við þetta
land, komast yfir í hitt.
Hér er vegabréfið mitt
Úr óskilgreindu horni berst hróp, hróp sem vekur hvorki hræðslu né
samúð, bara hróp. Hliðið er nálægt, ég finn nálægð þess, allur líkami minn
finnur það, líkami minn hann bráðnar, hann er að leysast upp. Er ég kom-
inn? Ég fer út úr bílnum, ég vil vita með vissu hvar ég er. Flaut – bíbb.
Hvar er hliðið? Bíbb, bíbb. Hvar er dómarinn sem kveður upp dóminn
yfir mér? Ég vil vita það, ég vil fá að vita það núna. Bíbb – flaut – argandi
hávaði. Einhver vera nálgast, ég finn hönd hennar á handlegg mínum.
Reiði – argandi hávaði – glundroði: Það eina sem ég get gert er að berja
hana, sparka í hana þar til hún dettur yfirbuguð. Röðin hreyfist. Ég fer
aftur að bílnum og opna fyrir reiði vélarinnar til að konan standi upp og
hleypi mér framhjá. Það gerir hún haltrandi og flýtir sér þegar hún finnur
að bíllinn er nánast kominn ofan á hana.
Ég sé fyrir mér vörðinn skoða vegabréfið mitt, rýna í það upp við ljósið,
leita að einhverri ástæðu til að hleypa mér ekki inn, einhverju ómerkilegu