Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 145
RÖÐIN
145
tilefni til að senda mig til baka. Ég er kominn þangað, hjarta mitt finnur
það og hraðar slætti sínum. Löngunin, þessi löngun. Fer ekki að koma að
þessu?
Óþekktur maður kemur upp að bílnum og lætur höggin dynja á hurð-
inni. Hann reynir að stoppa mig. Asni. Það getur hann engan veginn.
Getur það ekki, mun ekki takast það. Málmhlutur nálægt hendinni á mér
dúndrast í andlit hans, sekkur í andlitið á honum.
Bara fjórir, bara þrír. Ég er alveg að komast. Hvar er vegabréfið mitt?
Vegabréfið mitt. Týndi ég því? Sá feiti í renaultinum virðist benda mér á
það með fyrirlitningu gegnum baksýnisspegilinn. Þarna er það, sérðu það
ekki? Er hann með það í hendinni? Ég sé að hann kveikir á eldspýtu, ég
sé logann, hann hlær, hláturrokur, hann hlær. Bara tveir eftir, einn eftir.
Hitinn þéttist fyrir ofan okkur. Löng, löng þögn breiðist yfir allt. Bíll, og
annar bíll. Þögnin er skefjalaus, óendanleg. Ég lít í kringum mig, lít upp,
lít niður. Vegabréfið mitt er á götunni. Hérna er það.
Vörðurinn er ljóshærður, með græn augu.
– Where are you going? spyr hann mig.
Bíddu
Sjáðu augu varðarins
Komdu út
Þar muntu finna hljóðlaust morgunsárið og hús við hafið
Sérðu það?
Ef þú kemur nær geturðu séð gegnum einn gluggann inn í húsið
Taktu vel eftir
Geturðu séð mig?
Ég er að vakna
Fer fram úr rúminu, inn í eldhús og fæ mér kaffibolla
Anda að mér ilminum
Lít út um gluggann og virði fyrir mér hafið: öldurnar nálgast/fjarlægj-
ast í sandinum
Ætla að ganga eftir ströndinni, láta freyðandi sjóinn leika um fætur
mína