Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 148
annETTE laSSEn
148
Ég tel að slík fordæming á myndinni sé byggð á misskilningi sem leiði
af óhjálplegu og óviðeigandi samanburðarefni, að ekki aðeins verði list-
rænn tilgangur verksins torskilinn af beinum samanburði við píslarsögu
Nýja testamentisins, heldur sé völ á mun betra samanburðarefni sem skýri
þennan tilgang höfundar og bjóði upp á áhugaverðari túlkun á myndinni.
Í þessari grein ætla ég því að leita nærtækari fyrirmynda að Bess og þján-
ingum hennar, sem vonandi geta varpað skýrara ljósi á þann þátt myndar-
innar sem ofbauð sumum áhorfendum. Ég ætla einkum að skoða Breaking
the Waves í ljósi nokkurra ævintýra eftir H.C. Andersen þar sem konur líða
líkamlegar þjáningar og fórna sér einnig fullkomlega í þeim tilgangi að
bjarga lífi ástvina sinna, en fá þó að endingu uppreisn.
Breaking the Waves
Sagan í Breaking the Waves á að gerast á áttunda áratug 20. aldar í litlu – og
afar kristnu (kalvinísku) – samfélagi á skoskri smáeyju. Konur mega ekki
taka til máls í kirkjunni og syndugir menn eru ekki jarðaðir í kirkjugarð-
inum, heldur fyrir utan hann og þá með orðunum: „you are a sinner and
you deserve your place in Hell“.3 Þetta stranga trúarsamfélag snýst önd-
vert gegn gleði jarðlegs lífs og í kirkjunni má til dæmis ekki vera klukka
eða orgel. Karlmennirnir vinna margir á borpalli á hafi úti í nágrenni eyj-
arinnar þar sem einnig starfar annað og utanaðkomandi fólk. Bess, ung og
óreynd kona sem býr hjá móður sinni, er ástfangin af Jan (Stellan
Skarsgård) sem er einn hinna utanaðkomandi manna og myndin hefst með
því að hún biður um leyfi safnaðarins til að giftast honum. Það er greini-
lega vandkvæðum bundið að giftast út fyrir raðir eyjarskeggja en Bess fær
leyfi meðal annars af því að hún er „góð“. Ávallt er lögð áhersla á mann-
gæsku Bess í myndinni. Bess hefur náið samband við Guð: Hún talar við
hann og hann svarar henni með hennar eigin röddu, sem þó verður áber-
andi karlmannlegri og strangari þegar Guð tekur til máls.4 Bess hefur enga
reynslu af kynlífi þar til hún giftist Jan en þá upplifir hún mikla gleði í
einkalífi þeirra. Þess vegna verður hún fyrir miklu áfalli þegar Jan verður
að snúa aftur út á borpallinn og hún biður Guð um að mega fá hann aftur
of those who either reinforce, or simply ignore the harmful effects of the abuse
that she is enduring“.
3 Trier, Breaking the Waves, bls. 40.
4 Í handritinu stendur að Bess eigi að tala „in an assumed gruff voice“ (Trier,
Breaking the Waves, bls. 37).