Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 150
annETTE laSSEn
150
death? Is that what we shall write?“ (bls. 130). Þótt dr. Richardson sé sann-
færður um að Bess hafi þjáðst af því að vera ‚góð‘ staðfestir hann þó á end-
anum upprunalega sjúkdómsgreiningu sína. Sjálfsfórn Bess er skilgreind í
opinberum gögnum sem perversjón.
Og þá sjáum við áhorfendur loks að Jan hefur lifað af: Hann situr í
hjólastól við réttarhöldin og er ekki lengur lamaður. Hann og vinir hans
(m.a. Jean-Marc Barr) stela síðar líki Bess og setja sand í kistu hennar, sem
er grafin utan kirkjugarðsins vegna synda Bess. Þeir fara síðan með hina
látnu út á borpallinn og veita henni útför á hafi úti að sjómanna sið, en um
nóttina heyra þeir klukknahljóm úr kirkjuklukkum hátt á himninum: Það
er ekkert að sjá á ratsjá skipsins en frá himnesku sjónarhorni sýnir mynda-
vélin áhorfendum miklar klingjandi klukkur fyrir ofan borpallinn: Guð
virðist hafa tekið á móti Bess.
Óraunsæi myndarinnar
Menn hafa ekki verið sammála um hvort Breaking the Waves sé raunsæ eða
óraunsæ mynd. Spenna myndarinnar felst í því að áhorfendur vita ekki
hvað þeir eiga að halda um Bess þangað til í lokasenu myndarinnar þegar
sjónarhornið verður himneskt. Þá loks eru atburðirnir skoðaðir með
augum Guðs eða hinnar upprisnu Bess og í ljós kemur að Bess var guð-
dómlega góð.
Sé aftur á móti litið á Breaking the Waves sem raunsæja mynd fjallar hún
um unga konu sem er – með orðum mágkonunnar Dodoar (Katrin Cart-
lidge) – „not right in the head“, og heldur að hún hafi náið samband við
Guð, þótt þetta samband sé ekkert nema ímyndun. Samkvæmt þessum
skilningi bregst læknirinn, Dr. Richardson, við á réttan hátt þegar hann
ætlar að leggja hana nauðuga inn á geðdeild af því að hann vill bjarga
henni frá tilgangslausum dauðdaga. Kirkjuklukkurnar á himni í lokin væru
þá einhvers konar kaldhæðni – og það heldur ósmekkleg.
En myndin öðlast aðra merkingu ef horft er á hana sem magíska eða
jafnvel trúarlega mynd. Í því ljósi er Bess einföld, guðhrædd og góð, eins
og henni er margoft lýst í myndinni. Hún heldur því sjálf fram að allir hafi
einn hæfileika, og hennar hæfileiki sé sá að trúa.7 Samband hennar við
Guð er innilegt og hann segir henni hvað hún eigi að gera og kemur henni
í skilning um hvernig hún eigi að hegða sér. Aðeins í eitt skipti bregst hún
7 Trier, Breaking the Waves, bls. 106.