Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 151
KYNLÍFSPÍSLIR BESS Í BREAKING THE WAVES
151
og syndgar, en það er þegar hún biður Guð um að senda Jan aftur heim til
sín frá borpallinum:
BESS (in the gruff voice) Yes, Bess? ... What is it you want?
[...]
(In her own voice) I pray for Jan to come home.
(In the gruff voice) He will be coming home in ten days. You
must learn to endure, you know that.
(In her own voice) I can’t wait.
(In the gruff voice) This is unlike you, Bess. Out there, there are
people who need Jan and his work. What about them?
(In her own voice, desperately) They don’t matter. Nothing else
matters. I just want Jan to come home again. I pray to you! Oh,
please won’t you send him home?
(In the gruff voice) Are you sure that’s what you want, Bess?
(In her own voice) Yes.
Bess looks resolutely up into the darkness of the ceiling. Silence. (Bls.
54-55)
Stuttu fyrir þessa senu hittir Bess vinnufélaga Jans sem er heima í veik-
indaleyfi eftir smáslys á fæti. Bess hefur greinilega þennan möguleika í
huga þegar hún biður Guð um að senda Jan heim. En með sinni eigin-
gjörnu ósk um að fá hann heim fyrir tímann setur Bess þarfir sínar ofar
þörfum annarra og af þeim sökum er henni maklega refsað – í skilningi
þeirrar ströngu kristni sem hún er alin upp í. Með því að biðja Guð óbeint
um að Jan slasist svo að hann komi heim hefur hún ögrað almættinu og þar
með boðið ógæfunni heim. Hafa ber í huga að samfélagið á eyjunni þekkir
vel hætturnar sem ógna starfsmönnum borpallsins enda lést bróðir Bess
þar af slysförum áður en sagan hefst. Þannig er það glæpur Bess að óska
Jan (takmarkaðs) ills til þess að fá notið hans sjálf. Og það er nákvæmlega
þessi synd hennar sem hún verður að bæta fyrir og leiðrétta með kynferðis-
legri píslargöngu sinni. Í næstu senu á eftir fyrrgreindri samræðu milli
Bess og Guðs gerist slysið á borpallinum. En Bess skilur ekki mistök sín
fyrr en Jan kemur heim, lamaður:
BESS Father in Heaven are you there? Are you still there?
(Gruff voice) Of course I am, Bess, you know that.
(Her voice) What is happening?
(Gruff voice) You wanted Jan home.