Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 159
KYNLÍFSPÍSLIR BESS Í BREAKING THE WAVES
159
fram að kynferðisleg niðurlæging Bess minni á 18. aldar skáldsöguna
Histoire de Juliette ou les prospérités de vice eftir de Sade, sem var gefin út
1796.22 Sjálfsfórn Bess á sér margar og gamlar fyrirmyndir í evrópskum
ævintýrum og helgisögum en hún verður nútímaleg og átakanleg vegna
kynlífspíslanna. Eins og við sáum að framan eru slíkar píslir ekki óþekktar
í fornum helgisögum en þar eru þær settar fram ásamt fyrirlitningu á ver-
öldinni og holdinu. Í heimi H.C. Andersens telst það líka giftusamleg en
engu síður sorgleg lausn að ástinni sé fórnað fyrir inngöngu í himnaríki.
En ást Bess í garð Jans er ekki aðeins ástríðufull heldur líka rómantísk og í
augum samtímamanna er því endir myndarinnar ófullnægjandi og sorg-
legur.
Ein ástæðan fyrir ögrun myndarinnar er að vísu einnig kvenímynd
hennar. Við skulum ekki gleyma því að Bess, hafmeyjan og Elísa eru kven-
hetjur sem fremja hetjudáðir. En hvað kenna ævintýri H.C. Andersens og
Breaking the Waves okkur um konur og hlutverk þeirra? Svo virðist sem
konur eigi að láta þarfir sínar víkja fyrir þörfum karla, eiginmanna, ást-
manna og bræðra. Fórn kvenna í þessum hugmyndaheimi virðist færa
karlmönnum styrk. Lars von Trier hefur leikstýrt heilum þríleik um þetta
þema, fórn kvenna: Í Dancer in the Dark (2000) fórnar Selma (Björk
Guðmundsdóttir) sér til að sonur hennar megi halda sjóninni, og í Idioterne
(1998) fórnar Karen (Bodil Jørgensen) sér fyrir fávitahópinn. Það er
athyglisvert að Lars von Trier sneri sér frá þessu þema í næsta þríleik
sínum, en úr honum hafa verið sýndar tvær myndir, Dogville (2003) og
Manderlay (2005). Kvenhetjur þessara mynda ákveða að þola ekki niður-
lægingu og kynferðislegan þrældóm og hefna sín harkalega.
En því fer fjarri í Breaking the Waves! Bess gleymir sér einu sinni þar
sem hún hugsar um sjálfa sig og er eigingjörn og ber þess vegna sök á fötl-
un Jans og hún verður að bæta fyrir þessa yfirsjón með niðurlægingu og
dauða. Hafmeyjan getur valið á milli þess að týna lífi sjálf eða valda dauða
prinsins en henni er svo annt um hamingju hans og elskar hann svo heitt
að hún kýs að fórna sjálfri sér í staðinn. Elísa á hinsvegar enga sök á örlög-
um bræðranna í ævintýri Andersens en verður samt að hætta lífi sínu til
þess að bjarga þeim. Góð kona er kannski ekki beinlínis dauð kona sam-
kvæmt þessum sögum og kvikmynd Triers, en góð kona er tilbúin til að
ganga í dauðann fyrir ástvini sína. Og þessi takmarkalausa óeigingirni
kvenna færir þeim umbun hjá Guði.
22 Sbr. Schepelern, Lars von Triers elementer, bls. 208.