Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 163

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 163
163 MARGKUNNUGAR KONUR OG ÓBORIN BÖRN Það hefur vafist fyrir mönnum hvað hér er átt við með óbornu barni. Þórði Jónssyni, einum ritara Landnámu frá 17. öld, var orðið greinilega ótamt því hann ritaði fyrst „oskyrtt“ en leiðrétti sig svo á spássíu og segir „oborid var skrifad“.3 Við útgáfu Landnámu árið 1774 er sú skýring gefin að orðið merkti „ekki viðurkenndur, óskírður“.4 Vel má vera að fyrrnefnd misritun Þórðar Jónssonar hafi þarna haft áhrif en ekki er hægt í fljótu bragði að sjá rök fyrir þessum skilningi Jóns Ólafssonar frá Svefneyjum á merkingu orðsins. Finnur Magnússon, leyndarskjalavörður, viðurkennir líka óvissu um orðið og segir að skýring Jóns Ólafssonar sé líklega rétt. Ennfremur reynir hann að renna stoðum undir þessa merkingu með því að vísa til athafnar þar sem barn var borið í fang föður, og kemur reyndar fyrir í mörgum sögum. Jafnframt bætir hann við merkinguna „sá sem ekki var fæddur (móttekinn eða viðurkenndur), er faðirinn dó …“.5 Halldór Halldórsson vildi dusta rykið af skýringu Jóns Ólafssonar um að það þýði að barn sé ekki móttekið af föður. Hann bætir því við að enn tíðkist að tala um að faðir gangist við barni og að sú athöfn hafi til forna kallast „at bera í ætt“ og komi fyrir í Grágás, og ennfremur orðasambandið að vera kominn í ætt. Sá sem ekki hefði verið „borinn í ætt“ hefði þannig verið kallaður óborinn. Honum finnst því sennilegast að átt sé við „að faðir viðurkenndi ekki barn“.6 Jón Steffensen tók í sama streng og taldi líklegast að sögnin að bera hefði aldrei verið notuð um að fæða hjá konum heldur sé átt við að „bera barn í ætt“.7 Jakob Benediktsson, útgefandi Landnámu, er sammála fyrrgreindum fræðimönnum og segir: „Óborit barn merkir hér sennilega barn sem faðir hefur ekki gengizt við …“8 3 Skarðsárbók, Jakob Benediktsson gaf út, Reykjavík: Háskóli Íslands, 1958, bls. 52, nmgr. 4 „Uborinn non susceptus, non baptizatus“, Islands Landnámabok. Hoc Est: Liber Originum Islandiae. Kaupmannahöfn 1774, bls. 507. Þýðingin er fengin frá Hall- dóri Halldórssyni, „Keisaraskurður. Óborinn. Óborið fé“, Örlög orðanna. Þættir um íslenzk orð og orðtök, Akureyri: Bókaforlag Odds Björnssonar, 1958, bls. 93–110, hér bls. 99. 5 Finnur Magnússon, Grönlands historiske mindesmærker I, Kaupmannahöfn: Konge- lige Nordiske Oldskrift-Selskab, 1838, bls. 100. Hér er um að ræða þýðingu Halldórs Halldórssonar í „Keisaraskurður. Óborinn. Óborið fé“, bls. 108, á dönskum texta Finns: „den som ikke var födt (antaget eller erkjendt) da Faderen döde …“ 6 Halldór Halldórsson, „Keisaraskurður. Óborinn. Óborið fé“, bls. 109. 7 Jón Steffensen, „Nokkrir þættir úr menningu hins íslenzka þjóðfélags í heiðni“, Árbók hins íslenzka fornleifafélags, 1967, bls. 25–44, hér bls. 41. 8 Landnáma, bls. 138, nmgr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.