Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 165
165
MARGKUNNUGAR KONUR OG ÓBORIN BÖRN
Varla er þó hægt að ímynda sér drottningu flatmaga í laugu eftir slíka
aðgerð.16 Engu máli skiptir hvaða álit menn hafa á sannleiksgildi þessarar
frásagnar, skilningur þess sem ritaði eða sagði söguna hefur ekki getað
verið sá að „sært hafi verið til barnsins“ eins og þekkt er í öðrum heimild-
um.17 Það er því hægt að útiloka að átt sé við það sem nú kallast keisara-
skurður.
„Því að hún gerði margt fóstru sinni það er hún þurfti að hafa“
Bent hefur verið á að kunnátta Myrgjólar hljóti að tengjast barnsfæðingu
og fæðingarhjálp því konur sem tóku á móti börnum voru oft bendlaðar
við þekkingu. Nefna má að í Frakklandi er ljósmóðir kölluð sage-femme
sem þýðir bókstaflega vitur kona og minnir á lýsinguna á Myrgjól sem
margkunnandi.18 „Myndi þetta hafa verið læknisverk?“ spyr Vilmundur
Jónsson í framhjáhlaupi þegar hann fjallar um þessa frásögn þótt ekki fari
hann lengra út í þá sálma.19 Nú langar mig að taka upp þann þráð að um
læknisverk hafi verið að ræða, ambáttin hafi einmitt kunnað sitthvað fyrir
sér og jafnvel verið lesin í læknislistinni. Margkunnandi konur, fróðar og
fjölkunnugar koma við sögu í fornum textum en ekki er alltaf ljóst hvort
slík kunnátta náði yfir grös og læknisverk. Oft er eingöngu um yfirnátt-
úrulega krafta þeirra að ræða. Engin tvímæli leika þó á því að konur stund-
uðu það að græða menn sem voru sárir eftir bardaga og margar þeirra eru
kallaðar læknar.20 Grasakunnátta hefur verið sjálfsögð þó að ekki megi
finna ýkja margar frásagnir af slíkri kunnáttu í sögum. Nefna má sögn úr
Landnámu af hinni írskættuðu Grélöðu sem fann hunangsilm úr grasi og
má vera að hér sé grasakunnátta konunnar gefin í skyn.21 Skyn Grélaðar á
16 Halldór Halldórsson vísaði þessari merkingu á bug m.a. vegna þess að greinilegt
væri að konan hefði verið lifandi eftir barnsburðinn; „Keisaraskurður. Óborinn.
Óborið fé“, bls. 100.
17 Frægt dæmi, þótt úr hugmyndaheimi sé, sem gefur þessum skilningi byr, er frá-
sögn af fæðingu Völsungs: „Nú finr hún þat, at hún mun eigi lengi lifa, ok bað nú,
at hana skyldi særa til barnsins, ok svá var gert sem hún bað.“ Fornaldarsögur
Norðurlanda I, Guðni Jónsson bjó til prentunar, Reykjavík: Íslendingasagnaút-
gáfan, 1950, bls. 112.
18 Anna Sigurðardóttir, „Úr veröld kvenna – Barnsburður“, Ljósmæður á Íslandi II,
Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984, bls. 139–311, hér bls. 221.
19 Lárus Blöndal og Vilmundur Jónsson, Læknar á Íslandi I, Reykjavík: Sögufélag,
1944, bls. 12.
20 Nefna má Þuríði Tungu-Oddsdóttur en hún græddi tvo bardagakappa; Landnáma,
bls. 100.
21 Landnáma, bls. 176, 177. Allar gerðir Landnámu eru samdóma um hunangsilminn.