Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 172
auðuR InGvaRSdóTTIR
172
á fornensku á 8. öld en hugsanlega fyrr. Elsta varðveitta handritið er BL,
Harley 585 frá því um árið 1000.54 Latneskar lækningaaðferðir voru
stundum rangþýddar á ensku. Í Herbarium er athyglisverð rangþýðing sem
kemur okkar konu og óborna barninu sérstaklega við. Í latínuritinu er
talað um hvernig eigi að meðhöndla fósturlát. Aðferðin var að sjóða niður
um þriðjung rót af squirting cucumber, jurt sem þekkist lítt hér á landi enda
ekki til íslenskt heiti yfir hana, en hér mun vera um að ræða jurt sem kallast
á latínu Ecballium elaterium. Þetta soð átti svo konan að nota til þess að þvo
sér með að neðan. Í enskri þýðingu á Herbarium er talað um sömu jurt en
rótarsoðið notað til þess að þvo barni sem fæðist fyrir tímann. Fornenski
textinn gefur til kynna merkingu orðsins óborinn:
Gif cild misboren sy genim ðisse ylcan wirte wyrttruman to
þriddan dæle gesodenne þweah ðonne þæt cild þærmid.55
Ef barn er fætt fyrir tímann/óborið, takið þá rót af sömu jurt,
sjóðið niður um þriðjung og þvoið barnið upp úr.
Hér er það ekki konan sem fær meðferð heldur barnið, það er óborna
barnið. Forliðurinn mis- er í ensk-íslenskri orðabók þýddur mis-, rang- eða
ó-56 og því er vel hægt að þýða enska orðið misboren með óborinn. Við
frekari skoðun á nágrannatungum okkar kemur í ljós að orðin misbære,
misbaaren eru líka til í fornri dönsku í þessari merkingu: „føde i utide;
abortere“, „som er et misfoster, en vanskabning. et misbaaret, eller dødt-
født, eller vantrevent Barn.“57 Orðin misboren eða misbaaren mynda líka
skiljanlega andstæðu við engilsaxneska orðið fullborn/fullboren, eða danska
orðið fuldbaaren.58 Dæmi um orðalagið fullborið barn finnast í íslensku
54 Malcolm L. Cameron, Anglo-Saxon Medicine, Cambridge Studies in Anglo-Saxon
England, Cambridge: University of Cambridge, 1993, bls. 59.
55 Malcolm L. Cameron, Anglo-Saxon Medicine, bls. 180, nmgr. Cameron þýðir text-
ann yfir á nútímaensku á eftirfarandi hátt: „If a child is misborn [born premat-
urely] take the roots of this same herb boiled down to a third, then wash the child
with it“, bls. 180. Greinarhöfundur skáletrar.
56 Sören Sörenson, Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi. Reykjavík: Örn og
Örlygur, 1984, bls. 653.
57 Verner Dahlerup, Ordbog over det danske sprog XIV, bls. 142. Sjá sömuleiðis í sama
riti: „misbyrd“ en það er þýtt sem „misfødsel; abort“.
58 Germanic Lexicon Project, http://lexicon.ff.cuni.cz/search/aa_search.html Bos-
worth/Toller, bls. d0318. Sjá sömuleiðis um orðið hjá Verner S. Dahlerup, Ordbog
over det danske sprog VI, bls. 171: Fuldbaaren „om foster som er født ved svanger-
skabstidens normale afslutning.“