Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 173
MARGKUNNUGAR KONUR OG ÓBORIN BÖRN
173
jafnt sem skyldum málum. Raunar er orðið fullborinn ekki að finna í nýlegri
íslenskri orðabók en í Ritmálssafni Orðabókar Háskóla Íslands má sjá
dæmi um orðið í þessari merkingu: „sveinbarn, sem eftir hlutaðeiganda
héraðslæknis áliti einnig var fullborið …“59
Þjónusta Myrgjólar
Að lokum ætla ég að víkja aftur að frásögninni í Landnámu en þar segir frá
því að landnámskonan kunna Auður djúpúðga keypti Myrgjól hina írsku
dýrt og hét henni frelsi „ef hún þjónaði svo Þuríði konu Þorsteins rauðs
sem drottningu“.60 Hvaða þjónusta var það sem ambáttin veitti drottn-
ingu? Hvaða þjónusta var svo verðmæt að Auður djúpúðga var reiðu búin
að kaupa hana dýru verði? Anna Sigurðardóttir taldi víst að hér væri verið
að vísa til margkunnandi yfirsetukonu61 og er einsýnt að taka undir með
henni. Ólafur Halldórsson afskrifar kunnáttu Myrgjólar í gamansömum
tón og telur líklegt að kunnátta hennar hafi „væntanlega einungis [verið] í
því fólgin, að hún hefur signt yfir vöggu barnsins.“62 Ekki er sennilegt að
mikið orð hafi farið af slíkri kunnáttu, og varla hefur hinni kristnu land-
námskonu þótt nauðsynlegt að kaupa hana dýrum dómum. Hér hlýtur að
vera átt við kunnáttu ambáttarinnar við umönnun óborinna barna eins og
fyrr er talið: „hún varðveitti barn drottningar óborit“. Þarna virðist því
vera vikið að því að Þuríður tengdadóttir Auðar hafi átt óborið barn.
Barnið hafi verið fætt fyrir tímann og hafi þurft kunnáttusamlegrar
umönnunar við. Til gamans má geta þess að Ólafur sonur Þuríðar og
Þorsteins rauðs hafði keltneskt viðurnefni, feilan, sem þýðir litli úlfur,63 og
mætti að sjálfsögðu rekja til ambáttarinnar írsku.
59 Ritmálssafn Orðabókar Háskóla Íslands, www.lexis.hi.is; Landsyfirrjettardómar og
hæstarjettardómar í íslenzkum málum 1802–1873 VI, Reykjavík: Sögufélag, 1946,
bls. 297.
60 Landnáma, bls. 138.
61 Anna Sigurðardóttir, „Úr veröld kvenna“, bls. 141.
62 Ólafur Halldórsson, „Af jarli einum skoskum“, Grettisfærsla. Safn ritgerða eftir Ólaf
Halldórsson, gefið út á sjötugsafmæli hans 18. apríl 1990, Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar, 1990, bls. 494–498, hér bls. 498.
63 Ásgeir Blöndal Magnússon gefur þessa skýringu: „< fír. fáelan, smækkunarorð af
fáel ‘úlfur’, eiginl. ‘litli úlfurinn’; Íslensk orðsifjabók, Reykjavík: Orðabók Háskólans,
1989, bls. 168. Ásgeir Blöndal Magnússon skáletrar.