Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 174
auðuR InGvaRSdóTTIR
174
Óborið fé
Skal-at maður eiga fé óborið. Ef maður á óborið fé, ok lætur
ómerkt ganga til þess að hann trúir heldur á það en annað fé,
eða fer hann með hindurvitni með hverigu móti sem er, þá varð-
ar honum fjörbaugsgarð.64
Þessi klásúla í kristnirétti, sem forbýður fólki að trúa á óborið fé, hefur
valdið mönnum heilabrotum. Er einhvern skyldleika við óborna barnið að
finna hér? Elstu skýringuna er að finna hjá Grími Thorkelín í útgáfu af
kristnirétti frá 18. öld. Þar segir hann til skýringar á orðinu: „óborit fé
undanskilið undir mark; ¼: fé óborið undir mark, sjaldgæft orðasamband og
vart notað af öðrum en íbúum Suður-Íslands …“65
Halldór Halldórsson kemst að því að orðasambandið óborið fé hefur
varðveist í uppsveitum Mýrasýslu fram undir aldamótin 1900. Heimildar-
maður hans þekkti orðið frá föður sínum og afa um „ómörkuð lömb á
hausti“. Einnig þekkti heimildarmaður Halldórs gamla konu sem „notaði
þetta umrædda orðasamband í daglegu máli, þegar við átti, um ómörkuð
lömb og allt óskilafé, er fyrir kom í réttum á hausti, það er fé, sem er illa
markað, svo það sem þekkist ekki, eða með skemmd eyru og svo ómark-
að“.66 Að óborið fé sé ómörkuð lömb og óskilafé og illa markað fé gefur
mikilvæga vísbendingu um uppruna orðalagsins. Önnur skýring hefur þó
komið fram um þessa lagagrein og bannið. Fræðimaðurinn Rolf Apri taldi
auðsætt að um skurðaðgerð hefði verið að ræða, „kreatur, icke framfödda
av modern …“. Þarna telur hann skepnuna ekki fædda á venjulegan hátt
heldur tekna úr móðurkviði með skurði og fellir óborna féð í sama bálk og
óborna barnið.67 Engan veginn er þetta þó líkleg skýring. Engar öruggar
heimildir eru til um hjátrú manna í sambandi við fé fætt á þennan hátt.
64 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og
Mörð ur Árnason sáu um útgáfuna, Reykjavík: Mál og menning, 1992, bls. 19.
65 Halldór Halldórsson, „Keisaraskurður. Óborinn. Óborið fé“, bls. 102. Hér er not-
ast við þýðingu Halldórs á texta Gríms Thorkelíns en hann ritaði á því lærða máli
latínu: „óborit fe subintellige, undir marc, ¼: pecus sub signum nondum latum,
phrasis rara & vix aliis qvam australis Islandiæ incolis usitata est…“; Kristinrettr
hinn gamli. JUS ECCELESIASTICUM VETUS sive Thorlaco-Ketillianum constitut-
um An. Chr. MCLXXIII = Kristinnrettr in gamli edr Þorlaks oc Ketils Biscupa / ex mss.
Legati Magnæani cum versione latina, lectionum varietate notis, collatione cum jure
canonico, juribus ecclesiasticis exoticis; indiceque vocum edit Grimus Johannis Thorkelin.
Kaupmannahöfn, 1776, bls. 78.
66 Halldór Halldórsson, „Keisaraskurður. Óborinn. Óborið fé“, bls. 102.
67 Rolf Apri „Till Grágás“, Uppsalastudier tilegnade Sophus Bugge på hans 60-åra