Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 175
MARGKUNNUGAR KONUR OG ÓBORIN BÖRN
175
Sömuleiðis má telja ósennilegt, eins og fyrr hefur komið fram, að óborin
börn hafi verið tekin með keisaraskurði.
Hulduhrútar og annarsheimsfé
Lagagreinin gerir ráð fyrir einhvers konar hjátrú í sambandi við óborið fé.
Sveinbjörn Egilsson taldi að hér væri um að ræða „fé ekki fætt á eðlilegan
hátt, heldur sem um hefir verið skipt af álfum“.68 Tilgáta þessi er allrar
athygli verð. Öruggar heimildir eru um að orðið óborið hafi verið notað um
ómarkað fé. Hvernig gat ómarkað fé verið eigendum eftirsóknarvert?
Hvernig er tilkomin sérstök trú á slíkar skepnur? Hér held ég að komi við
sögu skilningur manna og forn trú á náttúruvætti. Margar sögur eru til um
ýmiss konar huldufénað, ær og kýr, sem eru gjarnan stærri og nytjameiri
en hinar jarðbundnu skepnur. Eftirfarandi lýsingu er að finna af huldufén-
aði, sem gefur til kynna kosti þess:
Voru þær báðar drifhvítar, kollóttar og spikfeitar. Þær voru ljón-
styggar og létu ólmlega. Að öðru voru þær ekki einkennilegar
að útliti, nema stærri en kindur almennt og fallegri … Ekki var
markið á þeim finnanlegt í markaskrám, og var því ekki annað
sýnna en ær þessar væru úr hulduheimi.69
Lömb sem væru komin af slíkum hulduhrútum væru óneitanlega talin
hinar mestu kostaskepnur.70 En hvernig kemur orðalagið óborið fé þessu
við? Nú er sauðburðartíminn yfirleitt bundinn við stutt tímabil á vorin og
fengitíminn sömuleiðis um jólaleytið.71 Ef út af þessum burðartíma brá
födelsedag den 5. januari 1893, Uppsala: Almqvist & Wiksell, 1892, bls. 21–23, hér
bls. 23.
68 Halldór Halldórsson, „Keisaraskurður. Óborinn. Óborið fé“, bls. 105. Hér er um
að ræða þýðingu Halldórs Halldórssonar á latínutexta Sveinbjarnar Egilssonar:
„pecus non naturali modo genitum, sed a geniis suppositium“; Sveinbjörn Egils-
son, Lexicon poëticum/conscripsit Sveinbjörn Egilsson; edidit Societas regia antiquarior-
um septentrionalium, Kaupmannahöfn, 1860, bls. 609. Greinar höf undur skáletrar.
69 Að vestan. Þjóðsögur og sagnir I, Árni Bjarnason safnaði og sá um útgáfuna, Akureyri:
Bókaútgáfan Norðri, 1949, bls. 165.
70 Fjölmargar sagnir eru til um álfahrúta og huldufé, sjá t.d. Íslenzkar þjóðsögur og
ævintýri/safnað hefir Jón Árnason III (2. útg.), Reykjavík: Sögufélag, [1925–1939],
bls. 13; Íslenzkar þjóðsögur, Ólafur Davíðsson [safnaði] III, Þorsteinn M. Jónsson
bjó til prentunar, Bjarni Vilhjálmsson sá um útgáfuna (ljóspr. eftir 3. útg.), Reykja-
vík: Þjóðsaga, 1987, bls. 128.
71 Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Íslenzkir þjóðhættir, Einar Ól. Sveinsson bjó undir
prentun, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1961, bls. 164–165.