Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 179
179
Ritið 1/2009, bls. 179–199
Róbert H. Haraldsson
Málfrelsi og dönsku
Múhameðsteikningarnar
„Brot gegn goðunum varða goðin ein.“ (Tacitus)1
I
Markus Meckl skrifaði á síðasta ári grein í Ritið (2/2008) þar sem hann leit-
ast við að slá tiltekið vopn úr höndum þeirra sem réttlætt hafa birtingu
dönsku Múhameðsteikninganna í Jyllands-Posten haustið 2005.2 Vopnið er
„prentfrelsi prentfrelsisins vegna“3 sem hann telur að verjendur teikning-
anna hafi í raun beitt óspart. Meckl færir rök fyrir því að slík afstaða hafi
verið helstu forkólfum í baráttunni fyrir prentfrelsi á Vesturlöndum fram-
andi. Þeir hafi ævinlega litið svo á að prentfrelsi, og skoðanafrelsi almennt,
þjónaði æðra markmiði svo sem upplýsingu mannkyns, sannleiksleitinni,
hinu besta mögulega samfélagi, eða dygðugu samfélagi. Öfugt við verj-
endur Múhameðsteikninganna hafi baráttumenn fyrir prentfrelsi á fyrri
öldum því ekki átt í erfiðleikum með að átta sig á endimörkum prentfrels-
is, en slíkt frelsi hafi einmitt takmarkast við æðri tilgang sinn. „Allt frá
Areopagitica Johns Milton og fram að umræðunni á tímum þýsku upplýs-
ingarinnar“, skrifar Meckl, „var prentfrelsið aldrei markmið í sjálfu sér,
heldur þjónaði ávallt æðra markmiði. Aftur á móti er litið svo á að það hafi
sitt eigið gildi í umræðunum um hvort rétt hafi verið að birta skopmynd-
irnar af Múhameð, án þess að vísað sé til æðri gæða: prentfrelsið verður að
1 Tilvitnun fengin úr John Stuart Mill, Frelsið, 2. útgáfa, þýð. Jón Hnefill Aðal-
steinsson og Þorsteinn Gylfason, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1978,
bls. 163.
2 Teikningarnar má nálgast á vefslóðinni http://multimedia.jp.dk/archive/00080/
Avisside_Muhammed-te_80003a.pdf (sótt 15. maí 2009).
3 Markus Meckl, „Dönsku skopmyndirnar og baráttan fyrir prentfrelsi“, þýð. Egill
Arnarson, Ritið. Tímarit Hugvísindastofnunar 2/2008, bls. 123−133, hér bls. 131.
Framvegis er vísað til greinarinnar með blaðsíðutali í sviga í meginmáli.