Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 189
MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR
189
ástæða umræddrar birtingar. Rétt eins og það gæti verið í þágu prentfrelsis
að veita dagblaði fjárstyrk í baráttunni við öfgaöfl getur það auðvitað verið
í þágu slíkrar baráttu að birta eitthvert efni. Ástæða styrksins væri þá bar-
átta fyrir prentfrelsi en frelsisrök ættu vitaskuld ekki við um styrkveit-
inguna sjálfa. Við getum því gert greinarmun á frelsisverndarrökum um
óskoraðan rétt einstaklings til málfrelsis, og frelsi sem ástæðu þess að eitt-
hvað sé gert.
Því miður er ekki alltaf ljóst hvora merkinguna Meckl hefur í huga. Á
einum stað fer hann fyrirvaralaust frá því að ræða um frelsisverndarrök
(þegar hann vísar til fyrirsagnar í blaðinu France Soir: „Já, við höfum rétt til
þess að teikna skopmyndir af Guði!“ (124)) yfir í umræðu um hvernig birt-
ing teikninganna sé stuðningur við prentfrelsisbaráttu (124). Þetta veldur
ruglingi og flækir allan samanburð Meckls á verjendum teikninganna ann-
ars vegar og forkólfum upplýsingarinnar hins vegar. Raunar gerir þessi
ruglingur samanburðinn ómarktækan, því ef Meckl á einungis við ástæðu
birtingar þegar hann ræðir um dönsku teikningarnar en hafi hins vegar
frelsisverndarrök í huga þegar hann ræðir um frumherjana, er hann klárlega
að bera saman óskylda hluti. Þá hefði verið nær fyrir hann að bera saman
réttlætingu Flemmings Rose á birtingu teikninganna í menningarkálfi
sínum og réttlætingu Miltons fyrir prentun bæklingsins Areopagitica sem
braut í bága við lögin sem hann vildi mótmæla. Ástæða þess að Milton birt-
ir bæklinginn Areopagitica er barátta hans fyrir auknu prentfrelsi, og hann
gæti hæglega sagt að þetta væri eina ástæða hans, en í bæklingnum sjálfum
færir hann rök fyrir prentfrelsi, nefnilega því að ekki þurfi sérstaka réttlæt-
ingu fyrir því sem menn birta á prenti. Flemming Rose gæti líka sagt að
eina ástæða þess að hann birti teikningarnar sé sú að leggja baráttunni fyrir
prentfrelsi lið, það sé gott markmið í sjálfu sér, en hins vegar hafni hann
því alfarið að prentfrelsi sé algert og án undantekninga heldur lúti það
ýmsum siðferðilegum og lagalegum takmörkunum.20 Og mér sýnist að
það sé nokkurn veginn þetta sem Rose hefur leitast við að gera. Annars
vegar hefur hann reynt að sýna að hann hafi góðar og gildar ástæður til að
birta teikningarnar. Í því sambandi hefur hann bent á nokkur dæmi um að
menn séu farnir að beita sjálfa sig sjálfsritskoðun og nefnt dæmi um hættur
sem hann telur steðja að prentfrelsi, til dæmis nefnir hann að teiknari sem
ætlaði að myndskreyta barnabók um Múhameð eftir Kåre Bluitgen hafi
20 Grein Flemmings Rose má nálgast á sömu slóð og teikningarnar (sjá neðanmáls -
grein 2).