Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 191

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 191
MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR 191 senda þess að dönsku teikningarnar njóti frelsisverndar, sé það þá yfirhöf- uð afstaða hans. Hann staðhæfir bara að „prentfrelsi prentfrelsisins vegna“ sé notað til að réttlæta teikningarnar, og virðist ekki átta sig á tvíræðninni í orðanotkun sinni. Niðurstaða Meckls er því einkennileg því þrátt fyrir að hann skoði dönsku teikningarnar sérstaklega í ljósi fræða þeirra, svarar hann aldrei þeirri spurningu hvort frumherjarnir hefðu samþykkt eða amast við birtingu slíks efnis, eða hvort það væri í anda frelsishugsjóna þeirra að banna birtingu teikninganna. Væri það í anda frelsishugsjóna til dæmis Johns Stuarts Mill að amast við birtingu dönsku teikninganna? Við getum amast við birtingu slíks efnis (i) með lagarefsingum, (ii) með siðferðilegri þvingun almenningsálitsins, eða þá einfaldlega (iii) með því að láta í ljós óánægju okkar með teikning- arnar og birtingu þeirra. Hér höfum við einungis áhuga á tveimur fyrst- nefndu atriðunum enda felur hið þriðja ekki í sér frelsisskerðingu. Öðru nær. Það væri gróf skerðing á málfrelsi að meina mönnum að lýsa megnri óánægju sinni með dönsku teikningarnar og dagblaðið sem birti þær. Ég sé í grunninn aðeins þrjár leiðir til að færa rök fyrir því að frelsis- verndarrök að hætti Mills næðu ekki til dönsku teikninganna. Í fyrsta lagi mætti reyna að vísa til skaða. En til að skaðareglan nái til dönsku teikning- anna verður að túlka hana vítt. Meckl virðist hlynntur því. Hann vitnar að minnsta kosti með velþóknun til eftirfarandi orða Walters Lippmann: „Ef ég gerist ósannsögull í dómsmáli sem snýst um kú nágranna míns, þá get ég átt á hættu að lenda í fangelsi. En ef ég lýg einhverju að milljón lesend- um um efni sem varðar stríð og frið, þá get ég logið eins og mig lystir.“ (130) Í beinu framhaldi víkur hann síðan að dæmi Lippmanns um að menn njóti friðhelgi þótt þeir ljúgi einhverju upp á heila þjóð (Japani), og þótt það sé ekki sagt berum orðum er hugsunin hér greinilega sú að útvíkkuð skaðaregla kæmi í veg fyrir að menn nytu slíkrar friðhelgi. Mill túlkar skaðaregluna hins vegar þröngt þegar kemur að hugsunar- og málfrelsi eins og fyrr var sagt. Í þessu samhengi er vert að geta þess að Mill gagn- rýndi frá unga aldri enska meiðyrðalöggjöf og lét oft í ljósi áhyggjur af því hve illa skilgreint hugtakið ærumeiðing (e. libel) var í enskum lögum.24 Slíkt byði ávallt heim hættunni á að prentfrelsið væri skert í nafni óljóss og teygjanlegs skaðahugtaks.25 24 Þegar Mill skrifar fyrstu blaðagreinar sínar um ærumeiðingar er raunar ekki nein sérstök löggjöf um ærumeiðingar á Englandi heldur styðjast dómarar bara við almenn lög í því viðfangi. 25 Sjá t.d. greinina „Law of Libel and Liberty of the Press“ frá árinu 1825. John
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.