Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 194

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 194
194 RóbERT H. HaRaldSSon víðtæka umfjöllun í bókinni um skaðsemd þess kennivalds sem fær fólk til að trúa hvers kyns hindurvitnum og hleypidómum. Lesa má Frelsið sem kennslukver um mikilvægi þess að halda uppi stífri gagnrýni á trúarbrögð og viðtekin siðakerfi.40 Í þriðja lagi mætti reyna að leiða rök að því að vörn Mills fyrir hugs- unar- og málfrelsi ætti hreinlega ekki við um dönsku teikningarnar. Hér mætti benda á að áhersla Mills er iðulega á umræðu um skoðanir. Hann vilji vernda fullkominn og algeran rétt manna til að ræða hvaða skoðun sem er. Algerlega frjáls umræða, þar sem rangar skoðanir og villutrú eru umborn- ar, sé að endingu líklegust til að þoka okkur eitthvað áleiðis í sannleiksleit- inni. Slík vörn nái hins vegar ekki til allrar tjáningar. Klám, bölbænir, morðhótanir, frumstæð öskur séu dæmi um tjáningu sem ekki er umræða – þar skiptast menn ekki á skoðunum til að nálgast sannleikann eða lífga hann við − og njóti því ekki sömu friðhelgi og skoðanir. Slík tjáning, líkt og aðrar athafnir, geti hæglega verið skaðleg öðrum einstaklingum. Því hefur til dæmis verið haldið fram að Mill hefði samþykkt bann við klámi.41 Mig langar að skoða mótbáru af þessu tagi nánar í næsta hluta ritgerðarinnar og þá með hliðsjón af sjálfum teikningunum. Hér er þó rétt að benda á að ekki má gera of mikið úr áherslu Mills á sannleiksleitina þegar kemur að grunnréttlætingu málfrelsis. Hún er vitaskuld höfuðréttlæting Mills en hann leggur einnig ríka áherslu á að algert hugsunar- og málfrelsi veiti stjórnvöldum og kennivaldi aðhald. Þau geri iðulega kröfu um að mynda skoðanir fyrir fólk og ráðskast með líf þess. Gegn slíku megi vinna með ýmiss konar tjáningu sem ekki er beinlínis hluti af sannleiksleit. Annað sem ber að hafa í huga í þessu samhengi er að Mill ræðir ekki síst um sið- ferðis- og trúarskoðanir í öðrum kafla Frelsisins, en á því sviði hafa skoð- anaskipti í aldanna rás farið fram með listrænni tjáningu af öllu tagi, auk heimspekilegrar og fræðilegrar umræðu. Loks má benda á að sem bar- áttumaður fyrir málfrelsi var Mill oft á varðbergi gagnvart þeim sem vildu takmarka tjáningu með þeim rökum að hún væri ekki umræða, til dæmis varði hann rétt fólks til að safnast saman í skemmtigörðum Lundúnaborgar, þar sem því var við komið, þótt honum hafi verið bent á og hann samþykkt að fólk færi ekki á slíkar mótmælasamkomur til að ræða saman, hvað þá til James Mill, faðir Mills, hafa misst embætti sitt hjá Austur-Indíafélaginu en Mill aftur á móti ekki, þar sem hann var aldrei kristinnar trúar. 40 Sjá t.d. gagnrýni Mills á kristindóm í öðrum kafla bókarinnar. 41 Richard Vernon, „John Stuart Mill and Pornography: Beyond the Harm Prin- ciple“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.