Skagfirðingabók - 01.01.1982, Side 58
FRIÐRIK KONUNGUR V. OG ISLAND
eftir JÓN MARGEIRSSON
U M MIÐJA 18. öld var komið að því, að skipaðir yrðu fyrsti
islenzki landfógednn og fyrsti íslenzki amtmaðurinn. Það kom i
hlut Skagafjarðarsýslu að leggja til mann i embætti landfógeta. Það
sem hér var að gerast, var hluti af breytingu, sem varð á stefnu
Danastjórnar gagnvart íslandi. Konungur í Danaveldi var þá
Friðrik V., og verður afstaða hans til íslands skoðuð i eftirfarandi
ritsmíð.
Enda þótt grein þessi varði einkum sögu landsins í heild, má líta
svo á, að Skagfirðingabók sé vettvangur við hæfi fý'rir hana sökum
hinna sögulegu tengsla. A 5. áratug 18. aldar gat ríkisstjórnin
fremur sótt innblástur til efnahagslegra framfara á íslandi til
Skagafjarðar en annarra sýslna. Verzlunarmálin voru þá mjög á
döfinni, og þurfti þar vissulega úrbóta við. En þegar stjórnin
hugðist auka eftirlit sitt með verzluninni, urðu undirtektir á ís-
landi ekki sem skyldi nema hjá Skagfirðingum, sem nutu forystu
Skúla Magnússonar sýslumanns (1738 — 50). Um miðjan 5. ára-
tuginn óskaði Rentukammerið, sem fór með stjórn efnahagsmála á
Islandi, eftir því að kvartanir vegna verzlunarinnar bærust í formi
þingvitna. Eitt þingvitni barst árið eftir, og kom það frá Skagfirð-
ingum. Deyfðin, hinn voldugi óvinur allra framfara, lá með
þungan hramminn yfir íslenzku þjóðlífi á þessum tímum, en
norður í Skagafirði sat maður, sem hafði sagt henni strið á hendur,
Skúli Magnússon. Þetta fór ekki fram hjá stjórnarherrunum í
Kaupmannahöfn. Slíkan mann þurfti að hækka i tign, og tæki-
færið kom, er landfógetaembættið losnaði 1750. Frá þessu segir
nánar i grein þeirri, sem hér fer á eftir.
„. . . de Danskes Konge er menneskenes og
sit folkes ven.“
Tyge Rothe: Tanker om Kiærlighed
til Fædernelandet. Khöfn, 1759-
56