Skagfirðingabók - 01.01.1982, Síða 184
SKAGFIRÐINGABÓK
hefst næsta vor. Allur er búizt við að garður þessi verði 250 metra
langur, og svo djúpt við hann, að stærstu skip geti legið þar.
Margir hafa verið hræddir um garð þennan fyrir hafís, er hann
fyllir allan fjörðinn, að hann mundi sópa honum burtu, en
raunin mun verða sú, að brimið ber grjót og sand að norðan-
verðum garðinum og mun smám saman lengja eyrina fram með
honum. Þegar þessu mannvirki er lokið, er komin þarna ágætis
höfn, og ekki er ólíklegt að siglingar aukist hingað til muna. En
dýrt verður þetta fyrirtæki. Er nú búizt við, að það muni verða á
7. hundrað þúsund krónur, og þarf miklar tekjur til að standa
undir þeim útgjöldum öllum. Þó að ríkissjóður muni auðvitað
leggja til allverulegan hluta af þeirri upphæð, og sýslan sömu-
leiðis, þá hljóta þó alltaf að verða a. m. k. 300 þúsund krónur,
sem höfnin þarf sjálf að svara af vöxtum og afborgunum. En
hvar á að taka það, ef sigling eykst ekki? Búast má auðvitað við
síldarsöltun, en það, sem þyrfti að koma hér upp nauðsynlega
væri síldarbræðslustöð og hún talsvert stór. Þá kemur söltunin
einnig af sjálfu sér, því þeirri síld, sem reynist ekki söltunarhæf,
er þá dembt í bræðsluna, en nú verður að fara með hana til
Siglufjarðar eða fleygja henni. Þá mundi einnig fást nærtækur og
að líkindum ódýrari fóðurbætir fyrir sýsluna.
Jarðabætur á síðastliðnu ári eru tæplega eins miklar og áður,
enda búið mikið að gera. Þó nam jarðræktarstyrkurinn tæpum
50 þúsund krónum í sýsluna á síðastliðnu ári.
Vegir hafa verið endurbættir og nýir lagðir, svo nú má heita
orðið bilfært um alla sýsluna.
Mjólkursamlagið hefir starfað síðastliðið ár með góðum ár-
angri. Hefir það tekið á móti nálega 380 þúsund lítrum af mjólk.
Er það mikið, þegar það er athugað, að enn eru menn ekki farnir
að snúa sér að því af alhug eða breyta framleiðslu sinni alvarlega
í þá átt. Fjárbúin og hrossaeignin hefir sízt minnkað, en hin
aukna ræktun hefur gert það að verkum, að kúnum hefir líka
fjölgað. Mjólkin er borguð eftir fitumagni, og hafa nú síðari
182