Skagfirðingabók - 01.01.1982, Blaðsíða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
Kristjánsson — Gísla Jóhannesson í hópi níu þjóðkunnra gáfu-
manna og snjallra presta, sem útskrifuðust úr Prestaskólanum
meðan hann starfaði árin 1847—1910.
Við kennslustörf
1 ævisögu sinni segir Gísli, að um tveggja ára skeið eftir guð-
fræðinámið hafi hann unnið fyrir sér með því að kenna börnum
og „einkum i þeim tilgangi kom ég á heimili Trampe greifa,
stiftamtmanns íslands og á heimili Péturs Péturssonar presta-
skólakennara.“ Sýnir samband Gísla við þessa fyrirmenn landsins,
hvers álits hann naut á þessum árum.
Veturinn 1849—1850 efndi Gísli til barnakennslu í Reykjavík
ásamt skólabróður sínum í Prestaskólanum, Jakob Guðmunds-
syni, síðar presti, m. a. á Ríp og Sauðafelli. „Bæjarstjórn
treysti sér ekki til að styðja það skólahald,“ segir í Arbókum
Reykjavíkur, „en borgarafundur samþykkti að leyfa þeim að
nota áhöld barnaskólans við kennsluna.“ Ekki er víst hver nem-
endafjöldi þessa skóla var. En þar var fitjað upp á þeirri nýjung,
að stúlkurnar voru sér í stofu og drengir i annarri. Sr. Arni
Helgason getur um þetta í gamansömum tón (bréf 29/9 1849)
og segir það minni sig á prest sem hitti, inni í Afríku, mikið vel
siðað fólk, sem allt gekk nakið. „Hann vildi bæta þennan
dannelses brest og fékk kong sinn til að kosta miklu fé til að
klæða þetta nakta fólk, en svo segir sagan, að siðir hafi ekki
mikið batnað fyrir það.“
Þá er þess að geta, að Gísli kenndi dönsku 6 tíma á viku í
Lærða skólanum veturinn eftir pereatíð, 1850—1851. Gerir hann
nákvæmlega grein fyrir kennslunni í skólaskýrslu, auk þess að
geta um hvað lesið var. „I fyrsta bekk: Framburður, þýðing og
hinar helstu málfræðilegu reglur var það, er ég einkum tók fram
við lærisveinana í þessum bekk. I öðrum bekk: Gætti ég þess, að
100