Skagfirðingabók - 01.01.1982, Blaðsíða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
Ungu hjónin komu ekki ein tii baka að austan. Með Guð-
laugu fluttust vestur að Reynivöllum móðir hennar, þrjú syst-
kini, fóstursystir, og þrjú vinnuhjú. Næsta ár voru 16 manns á
manntali á Reynivöllum.
Búskapur á Reynivöllum.
Reynivellir voru hæst metna jörðin í Kjósinni — 43,57 hundr-
uð — góð bújörð og hæg til búskapar. Túnið var talið að vísu á
sínum tíma spillt af snjóflóðum og aurskriðum, en engjar gras-
gefnar og nærtækar á Laxárbökkum. í sóknarlýsingu frá 1820,
er talið að útbeit sé lítil eða engin, enda hafi flestir bændur fátt
fé, en „fleiri kýr sem menn ala á útheyi, arðlitlar fram eftir vetri.“
Það er skýringin á hinum litlu fjárhúsum, en stóra fjósi á
Reynivöllum.
Tíundarskýrslur sýna, að bú sr. Gísla varð fljótt með því
stærsta í sveitinni. Þó komst það ekki upp fyrir 20 hundruð
(kúgildi) og hrapaði niður í iVi hundrað í niðurskurðinum
vegna fjárkláðans. Þá minnkaði bústofn hreppsbúa úr 454
lausafjárhundruðum niður i 219,5 hundruð. En hann óx furðu
fljótt aftur, eins og skýrslur sýna. Og ekki komst hreppurinn í
neinar skuldir þrátt fyrir áfall þetta.
í sveitarmálum virðist sr. Gísli fljótlega hafa orðið talsverður
ráðamaður eftir undirskrift reikninga að dæma.
í brauðamatinu frá 1853 voru Reynivellir næstlægsta brauðið
í Kjalarnesprófastsdæmi, Staður í Grindavík eitt lægra. Afkoma
prestsins á Reynivöllum fór því — eins og raunar viða — ekki
sízt eftir því, hvernig honum búnaðist, og hvað jörðin gaf af sér.
Þar var veiðin drýgst á Reynivöllum.
Um fiskgengdina í Laxá í Kjós er gamansaga hjá Finni á
Kjörseyri: „Jón hét bóndi í Eyjum, ýkinn og missögull. Hann
sagði frá því, að eitt sinn var hann á gangi meðfram ánni og gekk
104