Skagfirðingabók - 01.01.1982, Blaðsíða 189
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
Þannig var yfir alla góuna, allt til sumars, og oftast frostlítið eða
frostlaust. Allan veturinn mátti heita, að aldrei kæmi traustur ís
á vötn og ár, og mátti fara þau á auðu i öllum mánuðum
vetrarins. Viða sást gróður í túnum um sumarmál. Fram yfir
fardaga var mjög köld tið, og gróðri fór sáralítið fram. Voru ekki
fá dæmi þess, að brúkunarhross væru hýst og þeim gefið fram
yfir þann tíma. Annars var mjög kalt allan júní og júlí og snjóaði
oft ofan að bæjum, en í byrjun ágúst kom þurrkakafli framúr-
skarandi góður, og hélzt góð heyskapartíð til hausts eftir það.
Haustið var heldur votviðrasamt, en hlýtt allt fram á vetur og
hann góður fram á jólaföstu, en þá komu hríðar og áfrerar, sem
hélzt um hálfan mánuð. Þá kom ágætis hláka, svo allt varð
nálega örísa. En 29. desember gerði mikla norðaustan hríð, sem
stóð í fimm sólarhringa. Rak þá niður mikla fönn. Þrátt fyrir
hina miklu vorkulda, urðu skepnuhöld með bezta móti, lítill
lambadauði, og fé með albezta móti til niðurlags í haust. Hey-
skapur var yfirleitt með minna móti, því seint spratt, og mýrar
náðu sér aldrei, að það væri hægt að kalla þar nokkrar slægjur.
A þessu ári voru haldnar sýningar hér í sýslunni á hrossum,
hrútum og nautgripum að tilhlutan Búnaðarfélags Islands.
Fyrstu verðlaun fengu 16 stóðhestar og 27 hryssur. Onnur
verðlaun fengu 11 stóðhestar og 41 hryssa. Þriðju verðlaun
fengu 10 stóðhestar og 17 hryssur. Auk þess voru haldnar af-
kvæmasýningar, svonefndar, á 7 stöðum, en þær eru í því
fólgnar, að sýndir eru stóðhestar og 30—40 afkvæmi þeirra, og er
verðlaunaveitingum hagað eftir því, hversu góð afkvæmi hests-
ins eru. 6 af þessum hestum fengu önnur verðlaun, en einn
hesturinn, eign Valdimars Guðmundssonar i Vallanesi, hlaut
fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi sín. Sagði ráðunautur Búnaðarfé-
lagsins, að hann væri þrisvar búinn að fara kringum landið og
skoða öll beztu hrossin, en þó hefði hann aldrei komið á einn bæ,
þar sem hann hefði séð jafn mörg falleg og vel með farin hross,
eins og þarna. 460 hrútar voru sýndir í sýslunni, og hlutu 55 af
þeim fyrstu verðlaun. Er það í raun og veru ekki svo merkilegt,
187