Skagfirðingabók - 01.01.1982, Side 108
handa. Nú er ekkerr að vanbúnaði. Efnið er komið á staðinn og
vfirsmiður ráðinn, Einar Jónsson í Einarshúsi í Reykjavík,
kunnur hagleiks- og dugnaðarmaður, (sem m. a. byggði Ut-
skálakirkju 1861), en alls voru smiðirnir 6, þar af 4 úr Reykjavík.
Sýnir það vel af hverjum krafti verkið hefur verið drifíð áfram.
Ekki er nú vitað, hve langt kirkjubyggingin komst áleiðis
þetta sumar, en í bréfi 6. júlí 1860 segir prestur bygginguna
„komna nokkuð á veg en vantar þó talsvert“, og svo mikið er
víst, að þegar kirkjan var vísiteruð af prófasti 13. september 1860,
er hún fullgjörð, nema hvað ytra þak vantar að mestu.
Kirkjan er sögð prýðilega vönduð og snoturt timburhús, 13
M X 10 álnir utan þilja, þiljuð í hólf og gólf, yfir kórnum
hvelfmg af rúðuþili, en í framkirkju loft með pílárum fyrir, hæð
undir loft 3 }Á al. Turn snotur með 3 klukkum. Á hvorri hlið eru
3 sex rúðna gluggar, einn á framstafni. Grátur með renndum
pílárum, knéfall í kring með grænu klæði, allt nýtt og málað.
Nýr og laglegur predikunarstóll uppi yfir altarinu. Altaristafla
sett til hliðar við predikunarstól, önnur biluð með máluðu
krossmarki uppi yfir stólnum. Hálfþil milli kórs og framkirkju.
Kirkjan var að öllu leyti fullbúin, nema hvað ytra þak vantaði að
mestu, eins og áður segir.
Byggingít rkostnaðu r
Reikning yfir kostnað við byggingu kirkjunnar gefur sr. Gísli
10. febrúar 1862. Eru helstu liðir hans þessir:
1. Kaupstaðarúttekt — timbur o. fl. Rd. Sk. 646.66
2. Kaup smiða 274.08
3. Fæði smiða 144.00
4. Ýmislegt, þ. m. t. tólg til ljósa, umsjón o. fl. 32.64
Samtals 1097.42
Sjóður 922.44
Skuld 174.94
106