Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 115
MINNING AFA MÍNS
I andlátsfregn Þjóðólfs er farið þeim orðum um sr. Gísla, að
hann hafi verið „jafnkunnur að lipurleik í embættisverkum, eins
og ljúfmennsku og ástsæld utan og innan sóknar“.
Þrátt fyrir vinsældir sr. Gísla Jóhannessonar, og að hann væri
vel metinn kennimaður og sóknarherra, virðist hann ekki hafa
látið mikið til sín taka í félagsmálum eða landsmálum frekar en
hann gerði á Hafnarárum sínum. Hann var t. d. ekki í framboði
til Alþingis. Þó þurftu sýslubúar að sækja þingmann út fyrir
kjördæmið, þegar Pétur Guðjohnsen var kosinn fulltrúi Gull-
bringu- og Kjósarsýslu árið 1864.
Andlát og útför
I blaði sínu — Þjóðólfi — skýrði Jón Guðmundsson bæði frá
andláti og útför sr. Gísla. Þá átti tími hinna löngu eftirmæla
langt í land, en hlýlega minnist Jón Reynivallaprestsins í þessum
fáu línum:
Mannalát: 31. f.m. andaðist eftir nál. mánaðarlegu, er leiddi af
ígerð eða meinsemd í hálsi, presturinn sr. Gísli Jóhannesson á
Reynivöllum í Kjós aðeins 45 ára (rétt 48) jafn kunnur að
lipurleik í embættisverkum eins og ljúfmennsku og ástsæld utan
sem innan sóknar. Hann burtkallaðist nú svona á besta aldri frá
ekkju og mörgum börnum, öllum í æsku.“ (Þjóð. 3/2 ’66).
Frá útför sr. Gísla segir blaðið á þessa leið: „Jarðarför sr. G.J. á
Reynivöllum var 21. þ. m. (febniar). Héraðsprófasturinn, herra
dómk.pr. O. Pálsson, er einnig hafði sett hinum framliðna
grafletur, sem var prentað, flutti húskveðju og likræðu yfir
honum og kastaði á hann moldum. Aðra likræðu flutti Jón
Guttormsson í Móum. Sakir ógegnanda veðurs fram á hádegi
komust eigi fjærstu sóknarbændurnir til að fylgja, en fæstir fyrr
en um miðjan dag og var því jarðarförin heldur seint úti. Um 80
manns voru þar aðkomandi, .. . Sr. Gísli vígðist 1852 en giftist
8
113