Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 64
SKAGFIRÐINGABÓK
sækjendum haföi. Ef konungur haföi tekið ákvörðun um að
veita ákveðnum manni ákveðið embætti, skipti það ekki máli
hvar hann lenti í upptalningu Rentukammersins á umsækjend-
um, og er auðvelt að finna dæmi um, að gengið hafi verið fram
hjá þeim, sem Kammerið hafði sett efstan. En þegar um-
sækjendur voru aðeins fjórir og ekki mjög jafnir, kom ekki
annað til greina fyrir Rentukammerið en raða þeim upp eftir
verðleikum, og þá varð að skilja það sem meðmæli Kammersins
að lenda í fyrsta sæti. Það er mjög erfitt að dæma um hlut Thotts
í þessari embættisveitingu, en jafnvel þótt hann hafi óskað eftir,
að Skúli hlyti stöðuna, var það konungur, sem tók ákvörðun í
málinu; og þótt Friðrik V. sinnti stjórnarstörfum ekki af neinni
atorku, enda lítt vinnufær stundum, eru embættaveitingarnar
undantekning. Hann velur sjálfur í embættin, og að þessu sinni
kýs hann skagfirzkan sýslumann til að gegna embætti landfógeta
á Islandi og hverfur þar með frá þeirri reglu, að landfógeti skuli
jafnan vera útlendur maður. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir því, að
Thott hafi mælt með því munnlega við konung, að Skúli yrði
skipaður landfógeti, verður þessi embættisveiting að teljast
vitnisburður um einkar jákvæða afstöðu Friðriks konungs
fimmta til Islands.
II
í sömu átt bendir veiting amtmannsembættisins. Þetta embætti
hafði jafnan verið skipað erlendum mönnum, en árið 1757 var
Magnús Gíslason lögmaður skipaður í þetta embætti, fyrstur
Islendinga. Þessi embættisveiting átti sér talsverðan aðdraganda
og skulu nú rakin helztu atriðin þar að lútandi.
Þegar Skúli Magnússon var skipaður landfógeti, var J. Chr.
Pingel amtmaður yfir Islandi og hafði gegnt þeirri stöðu siðan
1744. Honum veittist erfitt að láta embættislaun sín hrökkva
fyrir útgjöldum, og hann var staðinn að því að hafa ekki skilað í
62