Skagfirðingabók - 01.01.1982, Blaðsíða 67
FRIÐRIK KONUNGUR V. OG ISLAND
hafa haft fulla ástæðu til að una úrslitunum vel, enda kvartaði
það ekki yfir meðferð Magnúsar á þessu máli.1 2 Væntanlega hefur
Rentukammerið litið á meðferð hans á þessu máli sem frekari
vísbendingu um það, að hann væri vel nothæfur sem amtmaður.
Hörmangarafélagið vildi þó fyrir alla muni losna við Magnús
úr amtmannsembættinu, vegna þess að hann var íslendingur, og
væntanlega einnig vegna þess, að hann sat í stjórn Nýju inn-
réttinganna. Aðalatriðið fyrir félagið virðist þó hafa verið, að
Islendingur sæti ekki í þessu embætti. Það var félaginu mikils
virði að ná tökum á þeim manni, sem gegndi þessu embætti, og
slíkt mátti gera með mútum, föstum árlegum gjöfum, sem
félagið innti af hendi í því skyni, að amtmaður afgreiddi ákveðin
mál í nokkru samræmi við óskir félagsins. Það er kunnugt, að
félagið hafði Pingel amtmann á jötunni á þennan háttpog engin
ástæða er til að,ætla, að félagið hafi ekki talið slík viðskipti borga
sig. Það er því hafið yfir allan efa, að félagið hefur haft hug á
áframhaldandi viðskiptum af þessu tagi, en talið málið erfiðara
viðfangs, ef Islendingur yrði skipaður í amtmannsembættið,
einkum þó ef Magnús Gíslason yrði fyrir valinu. Jafnframt hefur
félagið verið því andsnúið, að Islendingur yrði skipaður í þetta
embætti, vegna þess að félagsstjórnin hefur óttazt, að slíkur
amtmaður kynni að eiga það til að gæta hagsmuna landsmanna
gagnvart félaginu i ríkara mæli en erlendur amtmaður.
I Bænarskránni miklu 7. apríl 1755 3tekur félagsstjórnin þetta
mál fyrir og fer þess á leit, að ekki verði skipaður íslenzkur maður
1 Um þetta mál eru til ýmsar heimildir; sjá einkum bréf Magn. Gísl. amtm. til
Budtz Grindavíkurkaupmanns, ds. 20. sept. 1754, og önnur fylgiskjöl með bréfi
Magn. Gísl. til Rentuk. um þetta mál, ds. 27. sept. 1755, nr. 2261. Sjá ennfremur
bréf Hörmangarafél. til Rentuk., ds. 25. marz 1755, nr. 2147. Sbr. ennfremur Jón
Jónsson: Skúli Magnússon landfógeti, bls. 130—136. Hér er þó ekki minnzt á
hlut Magnúsar Gíslasonar.
2 Sbr. t. d. Jón Kr. Margeirsson: Amtmaðurinn og mútan. Lesbók Morgunblaðsins,
28. tbl. 1970.
3 Hér er um að ræða 40—50 síðna bréf frá Hörmangarafélaginu til konungs með
ótal beiðnum. Sbr. Kammerkopibog Hörmangarafélagsins. Ríkisskjalasafn Dana.
5
65