Skagfirðingabók - 01.01.1982, Qupperneq 192
SKAGFIRÐINGABÓK
margan „góðan hestinn úr göldum fola“. Hitt er ómetið líka,
hve sýslan fékk fyrir alla þá góðhesta, sem þeir tömdu og héðan
voru seldir.
Á síðastliðnu ári hvarf héðan úr héraðinu Jónas læknir
Kristjánsson, fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur.
Jónas kom hingað vorið 1912, er honum var veitt héraðið, og var
hér því í 27 ár. Hann var hvorttveggja framúrskarandi læknir,
einkum skurðlæknir, og ágætismaður, sem allir hlutu að elska
og dást að, þeir er einhver kynni höfðu af honum. Eins beitti
hann sér fyrir ýmsum nytjamálum innan héraðsins og átti mik-
inn oggóðan þátt í að koma þeim áleiðis. Þó hann sé orðinn nær
70 ára gamall, er hann ern, sem ungur væri, og svo vel hefir hann
fylgzt með öllum nýjungum á sviði læknisvísindanna að fágætt
er. Hann mun hafa siglt oftar í þeim erindum en flestir collegar
hans, enda sagði hann einu sinni í spaugi, að hvenær sem hann
hefði komizt yfir aura, hefði hann strax farið á „túr“. Skagfirð-
ingar héldu honum veglegt samsæti og hans fjölskyldu áður en
hann fór. Tóku þátt i því yfir 200 manns. Voru þar margar ræður
fluttar, þar sem þeim hjónum voru þökkuð störfin hér, og að
loknu samsætinu fylgdi svo allur skarinn þeim heim að húsi
þeirra og árnaði þeim allrar blessunar í framtíðinni.
Eitt af því, er setur ugg og ótta í bændur hér í sýslu, er
mæðiveikin, sem nú hefir geisað í sauðfénu í sýslunum vestur
undan. I fyrra var vörður settur meðfram Héraðsvötnum til að
hindra fjársamgöngur austur yfir þau. En á siðastliðnu vori var
sá vörður aukinn að miklum mun, og auk þess var sett upp
rammgerð fjárgirðing utan frá sjó, fram alla Blönduhlíð —
Kjálka — Austurdal og alla leið fram yfir Tinná. Vann stór
flokkur manna að þessu allt vorið, og var það að ýmsu leyti erfitt,
er komið fram yfir Norðurá. Þurfti að flytja allt efnið á klökkum,
eins og i gamla daga. Voru stundum um 70 áburðarhestar á
ferðinni sama daginn, og var það löng lest. Var það harðsótt, því
suma daga var hríðarveður, er flutningurinn stóð yfir. Síðan var
girt yfir Vatnsskarð, frá Héraðsvötnum vestur í Blöndu, og var
190