Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 112
SKAGFIRÐINGABÓK
Gesti ber að garði
Heimilislífið á Reynivöllum hefur verið svo sem títt var á
prestssetrum í sveitum landsins í gamla daga. Manntalið sýnir,
að þar hafa verið 13—18 í heimili á öllum aldri. Fjölskyldan var
níu manns, prestshjónin og móðir frúarinnar og börnin 6, því
Hólmfríður fór í fóstur til Viðeyjar og Gísli fæddist ekki fyrr en
eftir lát föður síns. Enginn hörgull var þá á vinnufólki, vinnuhjú
voru 4 — 6, og auk þess kaupafólk.
Smámynd eigum við af gestkomu að Reynivöllum sumarið
1864, þegar Sigurður sýslumaður, bróðir mad. Guðlaugar fluttist
með konu sína norður í Hrútafjörð, en þau hafði sr. Gísli gefið
saman heima á Reynivöllum 11. júní um vorið (ekki 11. júlí,
eins og stendur i Lögfræðingatali). í för með þeim var Finnur á
Kjörseyri ásamt móður sinni og fleira fólki. Dvöldu þau ein-
hverja daga á Reynivöllum meðan sýslumannshjónin fóru til
Reykjavíkur.
„A Reynivöllum vorum við í góðu yfirlæti,“ segir Finnur. Þar
kom þá Sverrir Runólfsson steinhöggvari á norðurleið til vega-
gerðar á Hrútafjarðarhálsi. Hann og frú Guðlaug voru bræðra-
börn. Hann var dag um kyrrt og lét sá mikli framtaksmaður
þann dag ekki líða í iðjuleysi. Hann tók Finn með sér til að hlaða
stétt frá bæjardyrum og vestur með bæjartröðinni. „Eg lærði
þann dag að búa til laglegar stéttir, og kom mér í góðar þarfir
síðar, . . . Frá Reynivöllum fórum við seint á sunnudag (eftir
embætti?). Fylgdu séra Gísli og Guðlaug kona hans og eitthvað
fleira okkur all-langt.“
Kirkjulíf og kennimennska
Ekki er að efa, að kirkjulíf í Kjósinni í tíð sr. Gísla hefur verið að
hefðbundnum hætti þeirra tíma — árin 1852 — 1866. Þá voru
ekki komnar til sögunnar þær róttæku breytingar á viðhorfi
110