Skagfirðingabók - 01.01.1982, Side 165
AIN SEM HVARF
fremur man ég eftir því, að Jón Þ. Björnsson skólastjóri, sem
kennt hafði þar sund, fór þangað með okkur nokkrum stákum
og sagði okkur „sögu staðarins“.
Laust eftir 1930 var ráðist í það stórvirki, að virkja Sauðána
til rafmagnsframleiðslu. Gerð var stífla ofarlega í Sauðárgili og
vatnið leitt alllangan spöl niður í Grjótklauf, en þar neðst í
sunnanverðri Klaufinni var stöðvarhús reist og vélum fyrir
komið. Þetta var stórt framfaraspor. Stöðvarstjóri var ráðinn
Sölvi járnsmiður Jónsson. Hann var hinn mesti hagleiksmaður
og ágætismaður í hvívetna. Sauðáin lýsti þannig upp hús
Sauðkrækinga og veitti orku til margháttaðrar starfsemi, unz
Gönguskarðsárvirkjun leysti hana af hólmi seint á fimmta
áratugnum. Mér er minnisstætt, hversu mikið mér fannst til
rafstöðvarinnar koma. Húsið var að vísu ekki háreist, en mikil
var dýrðin, þegar inn var komið. Allt var þar fágað og pússað,
spegilgljáandi vélar og alls kyns merkistól. Og mitt í þessu öllu
sprangaði stöðvarstjórinn, þéttur á velli, fámæltur og nokkuð
ábúðarmikill, en með hýruglampa í augum, og frá honum
streymdi einhvers konar bjarnarylur. Manni fannst, að þessi
maður hlyti að vita allt og geta allt. Sölvi tók, held ég,
forvitnum krakkagrislingum alltaf vel. Hann var mjög barn-
góður og elskulegur, eins og allt hans fólk.
Enn stendur gamla stöðvarhúsið á sínum stað. Það er nú
notað sem hesthús og orðið heldur ókræsilegt álitum. Eins og
slitið gamalmenni, sem lotnar, kreppist og sígur saman, finnst
mér þetta gamla hús vera nálega að hverfa í jörð. En kannski
var það einungis aðdáun bernskunnar, sem gerði það stærra og
reisulegra en það var nokkurn tíma.
Eins og ég gat í upphafi máls, er Sauðáin nú horfin burt úr
Króknum. Raunar er gamli Krókrinn að mestu horfinn líka.
Farvegur árinnar hefur verið jafnaður eða fylltur upp. Engin
Læknisbrú er lengur til, engum skrikar lengur fótur með
hjólbörur sínar né hvolfir hafskipum sínum.
163