Skagfirðingabók - 01.01.1982, Blaðsíða 205
SAMTÍNINGUR UM MISLINGASUMARIÐ 1882
flytja smittefnið beinlínis til þeirra, er verða fyrir smitt-
uninni, en það flytzt eigi af sjálfsdáðum í loftinu bæja eða
sveita í milli.
Til þess að verja heimili fyrir mislingum, þarf því eigi
annað en varast með öllu, að nokkur maður, nokkurt
kvikindi eða nokkur hlutur, sem geti haft smittefnið í sér
fólgið, nái að komast í snertingu við nokkurn eða nokkuð á
heimilinu. Þess vegna skulu menn, eftir fremsta megni, var-
ast alla samgöngu við bæi þá, er mislingar hafa heimsótt, við
alla þá bæi, er minnsti grunur er um, að með samgöngum
kunni að hafa fengið smittefnið, þó það eigi sé komið í ljós
(það getur leynt sér í viku eða hálfan mánuð), og við alla
næstu bæi kringum mislingabæinn og hina grunuðu bæi.
Verði samgöngur einhverra hluta vegna nauðsynlegar, skal
varast að láta nokkurn frá mislingabæ eða grunuðum bæ eða
nálægum bæ koma inn í hús í þeim bæ, er mislingafrí er eða
líkindi eru til, að sé mislingafrí; ekki mega heldur menn frá
mislingafríum bæ ganga inn í hús í mislingabæ eða grunuð-
um bæ; menn verða að heilsast með því að kastast á kveðj-
um, en eigi með kossi eða handabandi; varast eiga og þeir, er
koma frá mislingabæ, að setjast á eða snerta nokkurn hlut á
hlaði eða kringum mislingafrían bæ, svo þeir eigi geti eft-
irskilið smittefnið; sama gildir um menn frá mislingafríum
bæjum, svo að þeir eigi hafi smittefnið á brott með sér.
Til þess að gjöra bæina ómóttækilegri fyrir smittefnið,
skal viðhafa hið stakasta hreinlæti í öllum greinum. Bæirnir
sópist iðulega, og baðstofur og íbúðarhús hreinsist daglega
hátt og lágt af öllum óhreinindum. Þiljuð hús þvoist að
minnsta kosti einu sinni í viku; allar rúmsumgjarðir þvoist
annan hvorn dag; öll matílát þvoist áður og eftir að brúkuð
eru; engar matleifar standi á hillum eða lausholtum í bað-
stofum; engi óhreinindi eða skólp standi í ílátum nokkurs
staðar í bænum, heldur sé slíku hellt á einhvern þann stað,
er það eigi veldur óþokka, er gengið verði gegnum, eða
203