Skagfirðingabók - 01.01.1982, Blaðsíða 73
FRIÐRIK KONUNGUR V. OG ÍSLAND
forsenda þess, að breyting yrði á þessu og íslendingur skipaður í
þetta æðsta embætti í landinu, var jákvæðari afstaða til Islands
en áður hafði verið ríkjandi.
ja enn ogso Guðs og kongsins dýrð. Svar: I ved jo, at de
dömmer ikke andet endsom jeg foresiger og det skal af mig
forestilles. Tro mig, det faar et godt Udfald. Ég: Þvi fær ei
Magnús sína Bestalning? Vi vil ikke bryde nogen Ting
over tvært, at Kompagniet siden skal have det ringeste til
at hænge deres Hat paa.“1
Erfitt er að átta sig á því, hvað Otto Thott á hér við í raun og
veru, en það er hugsanlegt, að ummæli hans beri að skilja
þannig, að honum þyki ekki heppilegt, að Magnús verði
skipaður amtmaður, a. m. k. ekki að sinni, þar eð félagið muni
nota slíkt sem skálkaskjól og fullyrða, að Magnúsi séu málin of
skyld til að hægt sé að treysta því, að embættisskýrslur hans séu
hlutlausar og nákvæmlega réttar.
Togstreitunni um amtmannsembættið var ekki lokið hér.
Veturinn eftir (1756—57) var Skúli enn í Höfn, og 8. febrúar
skrifar hann uppkast að bréfi til Magnúsar Gíslasonar, þar sem
hann segir m. a.: „2 nýir hafa síðan ég kom, sótt um amt-
mannsbestilling á Islandi, en Geheimeraad (þ. e. Thott) gjörir ei
nema lítur til mín og þegir. Mér hefur aldrei brugðizt hans
■ loforð og svo mun enn verða.“2 Þessi ummæli Skúla verða vart
skilin á annan veg en þann, að hann telji sig hafa loforð Thotts
fyrir því að Magnús fái embættið. Slíkt loforð gat hann á hinn
bóginn því aðeins gefið, að konungur væri þegar ráðinn í því að
veita embættið þannig, og sú ákvörðun konungs kemur vel
1 Bestalning: skipun í embætti, þ. e. amtmannsembættið; heillrar provinces velferð
og kongsins cassa, þ. e. velferð heils héraðs — íslands — í ríkinu og fjárhirzlu
konungs, en i hana rann verzlunarleigan; Pilati mundlaug: Skúli óttast, að
konungur og Rentukammer séu að þvo hendur sínar með skipun nefndar, rétt
eins og Pilatus gerði forðum daga, áður en hann lét taka Krist af lífi.
2 Bréf landfógeta 1755 —1760.
71