Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 34

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 34
32 MULAÞING Hún fylgdist vel með öllum málum og lét uppi álit sitt, það var líkast því að hún sæi inn í framtíðina. Eg heyrði hana halda tölu á samkomu þar sem hún hvatti menn til að hirða allan fiskúrgang og slóg og nota það til áburðar eða handa skepnum. Slíkt mun hafa verið nýlunda á þeim tímum að konur væru að gangast fyrir slíkum málum. Þorbjörg hafði góða greind, stálminnug og flugmælsk. Hún var veit- andi alla daga börnum og fullorðnum, það var líkast því að eitthvað sprytti í lófum hennar. Ég skrifaði dálítið eftir henni en alltof lítið, var þá ekki búinn að fá pennann á heilann. Arni Steinsson var á þessum tíma talinn höfuð ættarinnar, en hvort hann var betur gefinn en hin systkinin er ekki mitt að dæma. Hér kom fleira til, hann hafði erft af föður sínum að hjúkra sjúkum og var næmur á sjúkdóma. Þetta kom sér vel í læknisleysinu. 011 systkinabörnin kölluðu hann bróður og það segir sína sögu. Þrátt fyrir mikla fátækt með sitt stóra heimili var alltaf yfir honum einhver ferskur blær sem afkoman gat aldrei þurrkað út. Slíkt þekkti ég ekki á fátæku fólki á þeim tíma, þótt menn væru ekki með neinar harmatölur. Kannski stóð hann betur að vígi með lán í verslunum því kaupmennirnir sóttu um að fá hann í spil og umræður, en ekki mun pólitíkin hafa hjálpað honum þar. Árni var lágur vexti en bar sig vel, mikill rómur yfir máli og vel tölugur á fundum. Hann var með móbrún augu mjög falleg, sem blossuðu og skutu neistum ef hiti færðist í um- ræður. Pólitíkin var hans lífæð og gamla sjálfstæðisstefnan logaði í æðum hans. Hann sótti alla pólitíska fundi sem þá voru haldnir á Foss- völlum. Þá gisti hann alltaf hjá okkur bæði á Stóra-Steinsvaði og Geira- stöðum. Á leið til fundarins voru máhn rædd og krufin svo söng í reisi- fjöl baðstofunnar því pabbi var líka hávær. Ekki kom þó háværðin af því að þeir væru ekki sammála. Þessir dagar eru mér ógleymanlegir. Þá þurfti ekki að aga strákinn, hitt skipti ekki máli þótt hann skildi lítt í umræðunum. Ekki var tilhlakkið minna þegar Árni kom af fundinum, þá flutti hann ræðurnar, sem haldnar höfðu verið á hestasteininum á Fossvöllum, með ótal blæbrigðum og sást þá oft bhk í auga undir áhersl- um. Árni var eitthvað framámaður í hreppsmálum, en ekki hugsa ég að hann hafi verið neitt sérstakur á því sviði. Hann var eins og margir fyrr og síðar á rangri hihu í lífinu, hafði ekki auga fyrir búskap en gott vit á fiski og útgerð. Bókina og landsmálin bar hæst. Ingibjörg Jónsdóttir kona hans var ein af hetjum hversdagshfsins, annað komst ekki þar að, nema þá með því að lengja sólarhringinn. Segja mátti að hún bæri heimilið á herðum sér og það var sem líkast því að hún væri alltaf við verk hvað sem tímanum leið. I heimili var milh tíu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.